Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Smit hafa komið upp víða á Selfossi undanfarna daga. Vísir/Arnar Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20