Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Smit hafa komið upp víða á Selfossi undanfarna daga. Vísir/Arnar Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20