Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir 29. október 2021 22:33 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn. „Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05