Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 22:48 Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórsara, var svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna. Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði. Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði.
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira