Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 21:07 Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni í nokkrar vikur þar til að hann ákvað að líf á bak við lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus. Lögregla í NSW/Getty Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43