Enski boltinn

Keita missir líklega af Meistaradeildarleiknum gegn Atlético Madrid

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Naby Keita mun að öllum líkindum missa af stórleik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næsta miðvikudag.
Naby Keita mun að öllum líkindum missa af stórleik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næsta miðvikudag. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnusjóri Liverpool, segir að Naby Keita muni að öllum líkindum missa af stórleik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næstkomandi miðvikudag eftir að miðjumaðurinn fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli liðsins gegn Brighton í gær.

Þetta sagði þýski knattspyrnustjórinn í samtali við opinbera heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær.

Keita meiddist aftan í læri, en hann á eftir að fara í nánari skoðun sem mun leiða í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. 

„Hann sagði mér frá þessu og sýndi mér hvar meiðslin væru,“ sagði Klopp. „Þannig ég veit ekki, en við sjáum til. Hann fer í skoðun á morgun eða heinn og þá vitum við hversu alvarlegt það er.“

„En ef einhver finnur til aftan í læri yrði þetta í fyrsta sinn sem hann yrði tilbúinn í næsta leik þannig að ég sé það ekki gerast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×