Enski boltinn

Leeds sótti sinn annan sigur á tímabilinu gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raphinha fagnar marki sínu í dag.
Raphinha fagnar marki sínu í dag. Stephen Pond/Getty Images

Botnlið Norwich tók á móti Leeds í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem gestirnir í Leeds fögnuðu 2-1 sigri og lyfta sér upp úr fallsæti.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn áður en gengið var til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var þó ekki nema rétt rúmlega tíu mínútna gamall þegar gestirnir í Leeds tóku forystuna. Þar var á ferðinni Raphinha eftir stoðsendingu frá Daniel James.

Það tók leikmenn Norwich þó ekki nema um tvær mínútur að jafna metin með marki frá Andrew Omobamidele. 

Aðeins fjórum mínútum eftir það var Leeds þó aftur komið með forystuna þegar Rodrigo lét vaða fyrir utan teig og staðan orðin 2-1, gestunum í Leeds í vil.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og leikmenn Leeds gátu því fagnað sínum öðrum sigri á tímabilinu. Liðið situr nú í 17. sæti deildarinnar með tíu stig eftir jafn marga leiki. Norwich er hins vegar enn í leit að sínum fyrsta sigri og situr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×