Anníe Mist aftur á pall og nú með fjölskylduna með sér: Hjarta mitt er fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist í fanginu strax eftir keppnina. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir vann silfurverðlaun á einu stærsta CrossFit móti ársins og nú fyrir framan nærfjölskyldu sína sem missti af því þegar hún vann bronsverðlaun á heimsleikunum í haust. Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira