Anníe Mist aftur á pall og nú með fjölskylduna með sér: Hjarta mitt er fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist í fanginu strax eftir keppnina. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir vann silfurverðlaun á einu stærsta CrossFit móti ársins og nú fyrir framan nærfjölskyldu sína sem missti af því þegar hún vann bronsverðlaun á heimsleikunum í haust. Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira