Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Hallgrímur hefur greinst með Covid og eru nú þau Sóli Hólm og Katrín Halldóra komin í sóttkví. Sóli lætur sér hvergi bregða en segir að ef hann er ekki kominn með Covid eftir að hafa verið sessunautur Hallgríms í heitu ljósi kastara í stúdíóinu þá sé hann einskonar ofurmenni. Hann er þó kominn með neikvætt úr fyrsta prófi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. „Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021 Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira