Krefst svara um lögreglumann sem beri fasísk merki og „veitist að þolendum“ Snorri Másson skrifar 1. nóvember 2021 20:41 Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, gagnrýnir framferði Anítu Rutar Harðardóttur lögreglumanns harðlega. Vísir/MBL.IS Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mál lögregluþjóns til skoðunar, sem liggur undir ámæli vegna umdeildra ummæla um þolendur kynferðisbrota á Facebook. Lögreglumaðurinn hefur eytt færslum sínum en er harðlega gagnrýndur af varaþingmanni Pírata. Ekki er langt síðan Aníta Rut Harðardóttir varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var síðast í eldlínu umræðunnar á samfélagsmiðlum. Fyrir um ári síðan varð uppi fótur og fit þegar mynd birtist af Anítu með umdeilda fána á einkennisbúningi sínum, sem hún var síðan látin taka niður. Á samfélagsmiðlum sagði hún að vísu frá því að í stað þess að bera fánana, sem eru vel að merkja sagðir til merkis um nýnasíska hugmyndafræði, hafi hún rammað þá inn. Nú liggur Aníta undir ámæli fyrir alls ótengt mál, nefnilega fjölda Facebook-statusa, þar sem hún deilir fréttum í tengslum við nýjustu bylgju af MeToo á Íslandi. Þar á meðal skrifar hún „full á djamminu.is“ um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem varð fyrir kynferðislegri áreitni af hendi Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Í frétt Stöðvar 2 er farið yfir málið frá upphafi: Fasísk merki og veitist að þolendum Skjáskot af færslu sem nú hefur verið eytt.Facebook „Er Hildur Lilliendahl í raun og veru að hefna sín á manninum fyrir að hafa skrifað texta sem henni mislíkar,“ spyr Aníta.Skjáskot/Facebook Lenya Rún Taha Karim, nýkjörinn varaþingmaður Pírata, hefur krafist þess að lögregla aðhafist og málið alvarlegt. „Þetta snýst fyrst og fremst um það að hún hafi verið að tjá afdráttarlausar skoðanir sínar á nafngreindum þolanda og mér finnst það bara mjög óviðeigandi í sjálfu sér,“ segir Lenya. Að auki hefur Aníta skrifað um aðgerðahópinn Öfga og látið að því liggja að þar á bæ eigi fólk við geðrænan vanda að stríða. „Til lögreglunnar leitar fólk á sínum verstu stundum, þolendur kynferðisofbeldis og annarra glæpa, og það verður að geta gengið út frá því að þau muni leysa málin þeirra á grundvelli fagmennsku og hlutleysis. Þetta er bara ekki í þeim anda,“ segir Lenya. Verkefni lögreglunnar sé að byggja upp og viðhalda trausti í sinn garð. „Ef lögregla telur að einstaklingur úr sínum röðum, sem bar fasísk merki á einkennisbúningi sínum og veitist nú að þolendum á samfélagsmiðlum bæti það traust, er rétt að hún svari fyrir það. En ég fer ekki með starfsmannamál lögreglunnar,“ segir Lenya. Árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisofbeldis leiti til lögreglunnar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vildi ekki veita fréttastofu viðtal um mál Anítu enda tjái lögreglan sig ekki um einstök mál. Í bréfi yfirlögfræðings embættisins til fréttastofu er ekki gefið upp hvort viðkomandi hafi fengið áminningu vegna málsins en þó er talin ástæða til að „árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en rannsóknir slíkra mála séu í forgangi hjá lögreglu.“ Þetta er lögregluvarðstjóri hjá @logreglan á höfuðborgarsvæðinu. pic.twitter.com/TnVvgP2QqT— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 30, 2021 Þá eru útlistaðar siðareglur lögreglu, eins og að starfsmenn skuli í hvívetna gæta orða sinna við skoðanaskipti á netinu og gæta þess að aðhafast ekkert sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa. Ekki er tekin afstaða til þess hvort Aníta teljist brotleg við þessi viðmið en hún hefur sjálf tekið flestar umræddra færslna út af síðu sinni. Svar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að embættinu hafa borist ábendingar vegna nýlegra ummæla lögreglumanns á samfélagsmiðli og að þær ábendingar verði teknar til frekari skoðunar, rétt eins og aðrar sem berast vegna framkomu lögreglumanna. Embættið getur þó ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna, þ. á m. um hvort háttsemi starfsmanns geti talist brot gegn ákvæðum starfsmannalaga, lögreglulaga og/eða siðareglna lögreglu. Lögreglumenn eru embættismenn í skilningi starfsmannalaga og bera réttindi og skyldur sem slíkir. Þannig eru lögreglumenn bundnir þagnar- og trúnaðarskyldu skv. stjórnsýslulögum, lögreglulögum og starfsmannalögum. Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og enn fremur takmarkanir á því en þar er sérstaklega vikið að þagnar- trúnaðar- og hollustuskyldum. Í því sambandi er vert að nefna að gerður er greinarmunur á störfum opinberra starfsmanna og að gerðar eru ríkari kröfur til starfsmanna lögreglu. Í lögreglulögum er t.a.m. tekið fram að lögreglumönnum beri að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þá ber að nefna að í 15. gr. siðareglna lögreglu útgefnum 1. febrúar 2016 er kveðið á um að starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna. Þá segir í reglunum að starfsmenn lögreglu skuli gæta orða sinna í hvívetna til dæmis við skoðanaskipti á veraldarvefnum, s.s. uppfærslur á samfélagsmiðlum og athugasemdir undir fréttir á fréttamiðlum. Embættið vill hins vegar koma því á framfæri að á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundavakning í samfélaginu um skaðsemi og afleiðingar kynferðisofbeldis. Lögreglan hefur unnið að því að auka þjónustu við brotaþola á síðustu árum, meðal annars með því að auka upplýsingagjöf til þeirra á meðan mál eru til rannsóknar og með auknu samstarfi við ýmis félagasamtök sem vinna með þolendum. Lögreglan vill árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en rannsóknir slíkra mála eru í forgangi hjá lögreglu. Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur embættisins Lögreglan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Aníta Rut afar ósátt við að vera stimpluð nýnasisti Lögreglumenn skreyta prófílmyndir sínar á Facebook blárri línu til marks um samstöðu. 22. október 2020 15:09 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Ekki er langt síðan Aníta Rut Harðardóttir varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var síðast í eldlínu umræðunnar á samfélagsmiðlum. Fyrir um ári síðan varð uppi fótur og fit þegar mynd birtist af Anítu með umdeilda fána á einkennisbúningi sínum, sem hún var síðan látin taka niður. Á samfélagsmiðlum sagði hún að vísu frá því að í stað þess að bera fánana, sem eru vel að merkja sagðir til merkis um nýnasíska hugmyndafræði, hafi hún rammað þá inn. Nú liggur Aníta undir ámæli fyrir alls ótengt mál, nefnilega fjölda Facebook-statusa, þar sem hún deilir fréttum í tengslum við nýjustu bylgju af MeToo á Íslandi. Þar á meðal skrifar hún „full á djamminu.is“ um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem varð fyrir kynferðislegri áreitni af hendi Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Í frétt Stöðvar 2 er farið yfir málið frá upphafi: Fasísk merki og veitist að þolendum Skjáskot af færslu sem nú hefur verið eytt.Facebook „Er Hildur Lilliendahl í raun og veru að hefna sín á manninum fyrir að hafa skrifað texta sem henni mislíkar,“ spyr Aníta.Skjáskot/Facebook Lenya Rún Taha Karim, nýkjörinn varaþingmaður Pírata, hefur krafist þess að lögregla aðhafist og málið alvarlegt. „Þetta snýst fyrst og fremst um það að hún hafi verið að tjá afdráttarlausar skoðanir sínar á nafngreindum þolanda og mér finnst það bara mjög óviðeigandi í sjálfu sér,“ segir Lenya. Að auki hefur Aníta skrifað um aðgerðahópinn Öfga og látið að því liggja að þar á bæ eigi fólk við geðrænan vanda að stríða. „Til lögreglunnar leitar fólk á sínum verstu stundum, þolendur kynferðisofbeldis og annarra glæpa, og það verður að geta gengið út frá því að þau muni leysa málin þeirra á grundvelli fagmennsku og hlutleysis. Þetta er bara ekki í þeim anda,“ segir Lenya. Verkefni lögreglunnar sé að byggja upp og viðhalda trausti í sinn garð. „Ef lögregla telur að einstaklingur úr sínum röðum, sem bar fasísk merki á einkennisbúningi sínum og veitist nú að þolendum á samfélagsmiðlum bæti það traust, er rétt að hún svari fyrir það. En ég fer ekki með starfsmannamál lögreglunnar,“ segir Lenya. Árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisofbeldis leiti til lögreglunnar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vildi ekki veita fréttastofu viðtal um mál Anítu enda tjái lögreglan sig ekki um einstök mál. Í bréfi yfirlögfræðings embættisins til fréttastofu er ekki gefið upp hvort viðkomandi hafi fengið áminningu vegna málsins en þó er talin ástæða til að „árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en rannsóknir slíkra mála séu í forgangi hjá lögreglu.“ Þetta er lögregluvarðstjóri hjá @logreglan á höfuðborgarsvæðinu. pic.twitter.com/TnVvgP2QqT— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 30, 2021 Þá eru útlistaðar siðareglur lögreglu, eins og að starfsmenn skuli í hvívetna gæta orða sinna við skoðanaskipti á netinu og gæta þess að aðhafast ekkert sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa. Ekki er tekin afstaða til þess hvort Aníta teljist brotleg við þessi viðmið en hún hefur sjálf tekið flestar umræddra færslna út af síðu sinni. Svar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að embættinu hafa borist ábendingar vegna nýlegra ummæla lögreglumanns á samfélagsmiðli og að þær ábendingar verði teknar til frekari skoðunar, rétt eins og aðrar sem berast vegna framkomu lögreglumanna. Embættið getur þó ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna, þ. á m. um hvort háttsemi starfsmanns geti talist brot gegn ákvæðum starfsmannalaga, lögreglulaga og/eða siðareglna lögreglu. Lögreglumenn eru embættismenn í skilningi starfsmannalaga og bera réttindi og skyldur sem slíkir. Þannig eru lögreglumenn bundnir þagnar- og trúnaðarskyldu skv. stjórnsýslulögum, lögreglulögum og starfsmannalögum. Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og enn fremur takmarkanir á því en þar er sérstaklega vikið að þagnar- trúnaðar- og hollustuskyldum. Í því sambandi er vert að nefna að gerður er greinarmunur á störfum opinberra starfsmanna og að gerðar eru ríkari kröfur til starfsmanna lögreglu. Í lögreglulögum er t.a.m. tekið fram að lögreglumönnum beri að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þá ber að nefna að í 15. gr. siðareglna lögreglu útgefnum 1. febrúar 2016 er kveðið á um að starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna. Þá segir í reglunum að starfsmenn lögreglu skuli gæta orða sinna í hvívetna til dæmis við skoðanaskipti á veraldarvefnum, s.s. uppfærslur á samfélagsmiðlum og athugasemdir undir fréttir á fréttamiðlum. Embættið vill hins vegar koma því á framfæri að á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundavakning í samfélaginu um skaðsemi og afleiðingar kynferðisofbeldis. Lögreglan hefur unnið að því að auka þjónustu við brotaþola á síðustu árum, meðal annars með því að auka upplýsingagjöf til þeirra á meðan mál eru til rannsóknar og með auknu samstarfi við ýmis félagasamtök sem vinna með þolendum. Lögreglan vill árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en rannsóknir slíkra mála eru í forgangi hjá lögreglu. Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur embættisins
Svar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að embættinu hafa borist ábendingar vegna nýlegra ummæla lögreglumanns á samfélagsmiðli og að þær ábendingar verði teknar til frekari skoðunar, rétt eins og aðrar sem berast vegna framkomu lögreglumanna. Embættið getur þó ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna, þ. á m. um hvort háttsemi starfsmanns geti talist brot gegn ákvæðum starfsmannalaga, lögreglulaga og/eða siðareglna lögreglu. Lögreglumenn eru embættismenn í skilningi starfsmannalaga og bera réttindi og skyldur sem slíkir. Þannig eru lögreglumenn bundnir þagnar- og trúnaðarskyldu skv. stjórnsýslulögum, lögreglulögum og starfsmannalögum. Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og enn fremur takmarkanir á því en þar er sérstaklega vikið að þagnar- trúnaðar- og hollustuskyldum. Í því sambandi er vert að nefna að gerður er greinarmunur á störfum opinberra starfsmanna og að gerðar eru ríkari kröfur til starfsmanna lögreglu. Í lögreglulögum er t.a.m. tekið fram að lögreglumönnum beri að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þá ber að nefna að í 15. gr. siðareglna lögreglu útgefnum 1. febrúar 2016 er kveðið á um að starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna. Þá segir í reglunum að starfsmenn lögreglu skuli gæta orða sinna í hvívetna til dæmis við skoðanaskipti á veraldarvefnum, s.s. uppfærslur á samfélagsmiðlum og athugasemdir undir fréttir á fréttamiðlum. Embættið vill hins vegar koma því á framfæri að á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundavakning í samfélaginu um skaðsemi og afleiðingar kynferðisofbeldis. Lögreglan hefur unnið að því að auka þjónustu við brotaþola á síðustu árum, meðal annars með því að auka upplýsingagjöf til þeirra á meðan mál eru til rannsóknar og með auknu samstarfi við ýmis félagasamtök sem vinna með þolendum. Lögreglan vill árétta mikilvægi þess að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en rannsóknir slíkra mála eru í forgangi hjá lögreglu. Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur embættisins
Lögreglan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Aníta Rut afar ósátt við að vera stimpluð nýnasisti Lögreglumenn skreyta prófílmyndir sínar á Facebook blárri línu til marks um samstöðu. 22. október 2020 15:09 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Aníta Rut afar ósátt við að vera stimpluð nýnasisti Lögreglumenn skreyta prófílmyndir sínar á Facebook blárri línu til marks um samstöðu. 22. október 2020 15:09
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent