Ekkert vonleysi hjá Katrínu Tönju þrátt fyrir vonbrigðin um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki nógu vel á strik á báðum stórmótum ársins. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var aldrei með í toppbaráttunni á Rogue Invitational CrossFit mótinu og endaði að lokum í fimmtánda sæti. Hún segist vera mjög spennt fyrir framhaldinu þrátt fyrir vonbrigðaár. Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti