Kynþáttaníð, grímuleysi og dróni truflaði þjóðsöng Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 09:31 Ungverskir stuðningsmenn létu ófriðlega á Wembley eftir að hafa sömuleiðis beitt leikmenn enska landsliðsins kynþáttaníði á heimaleik sínum gegn Englandi. Getty/Marc Atkins FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur refsað yfir 50 aðildarsamböndum vegna hegðunar stuðningsmanna í landsleikjum í haust. Reuters greinir frá þessu og segir að Ungverjar hafi fengið mestu refsinguna en þeir eru á meðal fjölda þjóða sem fengið hafa einhvers konar áhorfendabann. Um er að ræða refsingar vegna hegðunar á landsleikjum karla. Ungverjar voru skikkaðir til að spila tvo heimaleiki án áhorfenda, seinni leikurinn er þó skilorðsbundinn, og mega ekki mæta á næsta útileik landsliðs síns. Þeir hlutu refsinguna vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna og vegna þess að reyksprengjur sprungu og stigagangar stífluðust á leikjum við England og Andorra. Ungverska knattspyrnusambandið fékk auk þess sektir sem samtals nema 281.000 svissneskum frönkum, eða tæplega 40 milljónum íslenskra króna. Albanía, Mexíkó og Panama þurfa einnig að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum og Pólverjar mega ekki hafa stuðningsmenn á einum útileik. Þá þurfa Argentína, Síle, El Salvador, Hondúras, Svartfjallaland og Perú öll að spila leiki fyrir framan „takmarkaðan fjölda áhorfenda“. Of mörg gul spjöld Knattspyrnusamband Andorra var eitt af sex samböndum sem fengu sekt út af of mörgum gulum spjöldum. Andorramenn fengu sex gul spjöld í leik gegn Englandi. Frakkar fengu tæplega 300.000 króna sekt út af því að áhorfendur voru ekki með grímur þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Bosníu í Strassborg í september. Dróni truflaði þjóðsöng Knattspyrnusambandi Kasakstan var refsað vegna fána stuðningsmanna sem tileinkaður var sovéskum hermönnum úr seinni heimsstyrjöldinni sem börðust fyrir nasista. Moldóvar fengu hins vegar sekt vegna þess að dróni truflaði þjóðsöngvana fyrir leik gegn Austurríki. FIFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Reuters greinir frá þessu og segir að Ungverjar hafi fengið mestu refsinguna en þeir eru á meðal fjölda þjóða sem fengið hafa einhvers konar áhorfendabann. Um er að ræða refsingar vegna hegðunar á landsleikjum karla. Ungverjar voru skikkaðir til að spila tvo heimaleiki án áhorfenda, seinni leikurinn er þó skilorðsbundinn, og mega ekki mæta á næsta útileik landsliðs síns. Þeir hlutu refsinguna vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna og vegna þess að reyksprengjur sprungu og stigagangar stífluðust á leikjum við England og Andorra. Ungverska knattspyrnusambandið fékk auk þess sektir sem samtals nema 281.000 svissneskum frönkum, eða tæplega 40 milljónum íslenskra króna. Albanía, Mexíkó og Panama þurfa einnig að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum og Pólverjar mega ekki hafa stuðningsmenn á einum útileik. Þá þurfa Argentína, Síle, El Salvador, Hondúras, Svartfjallaland og Perú öll að spila leiki fyrir framan „takmarkaðan fjölda áhorfenda“. Of mörg gul spjöld Knattspyrnusamband Andorra var eitt af sex samböndum sem fengu sekt út af of mörgum gulum spjöldum. Andorramenn fengu sex gul spjöld í leik gegn Englandi. Frakkar fengu tæplega 300.000 króna sekt út af því að áhorfendur voru ekki með grímur þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Bosníu í Strassborg í september. Dróni truflaði þjóðsöng Knattspyrnusambandi Kasakstan var refsað vegna fána stuðningsmanna sem tileinkaður var sovéskum hermönnum úr seinni heimsstyrjöldinni sem börðust fyrir nasista. Moldóvar fengu hins vegar sekt vegna þess að dróni truflaði þjóðsöngvana fyrir leik gegn Austurríki.
FIFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira