Lífið samstarf

Lengja líftíma dýnunnar og bæta svefngæði

Vogue fyrir heimilið
Yfirdýnan Freyr er úr íslenskri ull og stuðlar að heilnæmum svefni. Freyr fæst í Vogue fyrir heimilið.
Yfirdýnan Freyr er úr íslenskri ull og stuðlar að heilnæmum svefni. Freyr fæst í Vogue fyrir heimilið.

Hlífðarlök verja rúmin fyrir raka. Helst ætti ekkert að búa um á morgnana.

„Meðalmaður svitnar um 250 ml á hverri nóttu. Ef við margföldum það með 365 dögum þá eru þetta rúmir 90 lítrar af vökva sem fara í dýnun af svita á ári frá einni manneskju. Við mælum með notkun hlífðarlaka til að varna því að þessi raki endi í rúmin þínu,“ segir Steinn Kári hjá Vogue fyrir heimilið og bendir á að rúm mygli ekki nema raki komist í dýnuna.

„Mygla myndast í rúmum vegna raka og það er í 99% tilvika svitinn frá okkur sjálfum. Við eigum mjög gott úrval hlífðarlaka sem halda rakanum frá, bæði lök úr systurefni goritex sem anda vel en eru hundrað prósent rakaheld og einnig vatteruð hlífðarlök sem eru ekki hundrað prósent rakaheld en taka við svitanum frá okkur meðan við sofum og verja rúmið. Einnig eigum við dýnuhlífar úr íslenskri ull sem eru einstaklega vel til þess fallnar að taka raka frá líkamanum og aðstoða okkur við hitajöfnun.

Vatteruð dýnuhlíf ver rúmið fyrir svita meðan við sofum.

Þetta er mikilvægt því við skiptum ekki oft um rúm yfir ævina. Okkur finnst eðlilegt að kaupa okkur mörg pör af skóm yfir árið því þeir slitna en það er enginn hlutur annar en rúmið sem við eyðum meiri tíma í á hverjum sólarhring og það slitnar líka,“ segir Steinn. Mikilvægt sé að hugsa vel um rúmið, bæði upp á gæði svefns og loftgæða í svefnherberginu en ekki síst fyrir endingu dýnunnar. Best sé að sleppa því að búa um á morgnana.

Caress hlífðarlakið er 100 % vatnshelt.

„Rúmið þarf alltaf að anda, líka þó við notum hlífðarlök og við erum ekki að gera rúminu greiða með því að búa samviskusamlega um á hverjum degi og pakka svo þétt yfir með rúmteppi og púðum. Við lokum rakann og hitann inni með því og þá leitar hann ofan í dýnuna. Best er að fletta sænginni af á morgnana, leyfa rúminu að anda og búa svo bara um þegar við komum heim úr vinnunni þegar rakinn hefur gufað upp enda algjör óþarfi að hafa uppbúin rúm yfir daginn þegar enginn er heima.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×