Erlent

Pfizer á­ætlar að selja bólu­efni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár

Fanndís Birna Logadóttir og Þorgils Jónsson skrifa
Bóluefni Pfizer er að færa fyrirtækinu gríðarlegar tekjur.
Bóluefni Pfizer er að færa fyrirtækinu gríðarlegar tekjur. Getty/Artur Widak

Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag.

Sú upphæð samsvarar um 4.700 milljörðum íslenskra króna. Þá er áætlað að sölutekjur á næsta ári nemi að minnsta kosti 29 milljörðum dala, eða ríflega 3.800 milljörðum króna.

Heildartekjur Pfizer eru áætlaðar um 82 milljarðar dala í ár, þannig að tekjurnar af sölu bóluefnisins nema allt að 44 prósentum af árlegum tekjum . 

Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 5% eftir þessar fréttir, segir í frétt CNN.

Sérfræðingar segja lyfjarisana sem framleiða bóluefni koma til með að græða milljarða dala á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×