„Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að fá samþykki á ný“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands telur að til að samfélagið viðurkenni viðtöl við gerendur í fjölmiðlum á borð við það sem kom fram í Kveik í gær, þurfi þeir að sýna auðmýkt og iðrun. „Reynsluheimur gerenda er mjög ólíkur eftir því hvaða félagslegu stöðu þeir hafa. Við sjáum það mjög skýrt í þeim Metoo-málum sem hafa komið fram og ég hef líka séð í mínum rannsóknum. Eftir því sem samfélagsleg staða viðkomandi er hærri er fallið hærra ef brotið kemst upp. En að sama skapi hefur einstaklingur með háa stöðu meira rými til að tjá sig. Þar að leiðandi eykst líka meðvitund samfélagsins um þetta tiltekna brot, þannig að það er það sem við erum að horfa á eftir þetta viðtal í gær,“ segir Katrín sem hefur rannsakað viðhorf gerenda í kynferðisafbrotamálum. Aðspurð um hvort þjóðfélagsstaða gerenda skipti þá máli varðandi hvenær þeir eigi afturkvæmt t.d. í atvinnu svarar Katrín. „Það fer eftir því hvert ferð viðkomandi er heitið. Eru t.d. mannréttindi að gerendur komist aftur í sömu forréttindastöðu og þeir voru í fyrir? Eða er aðeins verið að tala um að einstaklingur komist aftur á vinnumarkaðinn? Þá þarf líka að huga að því hvað við viljum að brotamaðurinn geri til að eiga afturkvæmt. Til að samfélagið sé tilbúið að hleypa geranda til baka þarf hann að taka ábyrgð á gjörðum sínum . Þá er mikilvægt að hann viðurkenni sársauka þolanda og gleymi ekki þeim þætti þegar hann er að ræða sína hlið málanna,“ segir Katrín. Hún segir að í slíkum málum sé alltaf farið fram á það sama. „ Krafan er alltaf eins. Krafa þolenda er að gerandi axli ábyrgð á trúverðugan máta,“ segir hún. Tími þolenda en gerendur þurfi líka að fá að komast að Aðspurð um hvort henni finnist sú reiði sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum eftir viðtalið í Kveik eigi rétt á sér svarar hún. „Núna er tími þolenda. Þolendur hafa haft orðið og eiga að hafa það eftir aldalanga þögn. Þannig að það er erfitt að opna samtalið sem gerandi. Ég vil ekki tjá mig um þetta einstaka mál en þetta snýst alltaf um að gerandinn á ábyrgan og trúverðugan máta taki ábyrgð á gjörðum sínum og skilji að ábyrgðinni fylgir sársauki. Katrín segir umræðu um þessi mál vandmeðfarna. „Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að feta okkur áfram með. Því ef við hleypum ekki gerendum aftur til baka í samfélagið þá stíga þeir ekki fram. Það þarf að skapa nýja orðræðu, sem annars vegar ber virðingu fyrir reynslu þolenda og þörf þeirra fyrir réttlæti. Og hins vegar, krefur gerendur til að taka raunverulega ábyrgð án þess að þeir leiti í afsakanir. Því við viljum að gerendur geti stigið fram því það gagnast samfélaginu og baráttunni gegn ofbeldinu. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að það gagnast bæði þolendum og gerendum að leyfa gerendum að komast að í umræðunni. Þannig fá þeir tækifæri til að bera ábyrgð og það er það sem þolendur sækjast eftir
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05