Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2021 20:10 Matthilda Tórshamar textílkona í Vestmannaeyjum, sem er með fína aðstöðu í Hvíta húsinu á eyjunni þar sem hún vinnur fallegu verkin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld. Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira