Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2021 22:11 Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá þverun Þorskafjarðar, sem er einn þriggja verkhluta sem komnir eru í gang í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Fyrst var kafli í Gufudal kláraður en auk Þorskafjarðarbrúar er búið að bjóða út kafla í Djúpafirði. Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði.KMU Og núna er komið að umdeildasta áfanganum; leiðinni um sjálfan Teigsskóg, sem lýst hefur verið sem sögunni endalausu. Það hyllir undir upphafið að endinum. „Núna næst stefnum við að því að bjóða út Teigsskóginn sjálfan, frá Þórisstöðum að Hallsteinsnesi. Og helst bara núna - í haust,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Útboðið segir Sigurþór að verði auglýst annaðhvort í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta tekur tvo mánuði að fara í gegnum svona útboð og samninga. Og svo þarf náttúrlega verktakinn að koma sér fyrir.“ Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness. Þarna mun vegurinn liggja uppi í hlíðinni vinstra megin.KMU -Hvenær megum við búast við því að vinnuvélarnar verði komnar í Teigsskóg? „Ég er nú frekar óþolinmóður í þessu þannig að ég er nú að vonast til þess að það yrði þá bara.. í mars,“ svarar Sigurþór. Gufudalsveitin ásamt Dynjandisheiði eru tveir síðustu malarkaflarnir á vesturleiðinni til Ísafjarðar, samtals 57 kílómetra langir. Í síðustu viku kom fram að Vegagerðarmenn undirbúa núna næsta útboðsáfanga á Dynjandisheiði. Þeir segjast markvisst stefna að því að innan þriggja ára verði Vestfjarðahringurinn allur kominn með bundið slitlag. „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá þverun Þorskafjarðar, sem er einn þriggja verkhluta sem komnir eru í gang í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Fyrst var kafli í Gufudal kláraður en auk Þorskafjarðarbrúar er búið að bjóða út kafla í Djúpafirði. Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði.KMU Og núna er komið að umdeildasta áfanganum; leiðinni um sjálfan Teigsskóg, sem lýst hefur verið sem sögunni endalausu. Það hyllir undir upphafið að endinum. „Núna næst stefnum við að því að bjóða út Teigsskóginn sjálfan, frá Þórisstöðum að Hallsteinsnesi. Og helst bara núna - í haust,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Útboðið segir Sigurþór að verði auglýst annaðhvort í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta tekur tvo mánuði að fara í gegnum svona útboð og samninga. Og svo þarf náttúrlega verktakinn að koma sér fyrir.“ Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness. Þarna mun vegurinn liggja uppi í hlíðinni vinstra megin.KMU -Hvenær megum við búast við því að vinnuvélarnar verði komnar í Teigsskóg? „Ég er nú frekar óþolinmóður í þessu þannig að ég er nú að vonast til þess að það yrði þá bara.. í mars,“ svarar Sigurþór. Gufudalsveitin ásamt Dynjandisheiði eru tveir síðustu malarkaflarnir á vesturleiðinni til Ísafjarðar, samtals 57 kílómetra langir. Í síðustu viku kom fram að Vegagerðarmenn undirbúa núna næsta útboðsáfanga á Dynjandisheiði. Þeir segjast markvisst stefna að því að innan þriggja ára verði Vestfjarðahringurinn allur kominn með bundið slitlag. „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46