Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 10:45 Lesið af leysingarstiku á hábungu Hofsjökuls. Veðurstofa Íslands/Bergur Einarsson Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er. Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans. Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans.
Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01