„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 12:15 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mögulegt að aðgerðirnar verði framlengdar ef smittölur lækka ekki eftir helgi. Skjáskot/Stöð2 Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59