Al Arabi hefur byrjað tímabilið vel og eftir níu leiki er liðið í 3. sæti katörsku deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Al-Sadd.
Al Arabi er taplaust í síðustu fjórum leikjum sínum og fengið tíu stig af tólf mögulegum í þeim.
Abdulqadir Ilyas kom Al Arabi yfir eftir tuttugu mínútna leik og staðan í hálfleik var 0-1. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði varamaðurinn Rami Suhail Ali annað mark gestanna og gulltryggði sigur þeirra.
Aron Einar hefur leikið átta af níu deildarleikjum Al Arabi á tímabilinu.