Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 15:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fyrsta upplýsingafundi sem haldinn hefur verið í um þrjá mánuði. Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira