Körfubolti

„Hann er atvinnumaður í körfubolta og á að einbeita sér að því“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dominykas Milka hefur ekki spilað vel í upphafi leiktíðar.
Dominykas Milka hefur ekki spilað vel í upphafi leiktíðar. vísir/daníel

Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, hefur ekki þótt standa undir væntinum í upphafi tímabils í Subway deildinni í körfubolta.

Frammistaða Milka til þessa var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson voru gestir Kjartans.

„Eins og staðan er núna þá er Milka ekki á þeim stað að hann sé að ýta neinum frá sér,“ sagði Jón Halldór.

Strákarnir tóku saman tölfræði kappans undanfarin tímabil en Milka hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil. Tölfræðin sýnir skýrt að Milka hefur verið langt frá sínu besta í upphafi yfirstandandi leiktíðar. 

„Það sem er búið að vera að gerast er að Milka er ekki búinn að vera spila sinn leik eins og hann hefur gert síðustu tvær leiktíðir. Hann er að velta sér upp úr einhverjum hlutum sem hann á ekki að vera að velta sér upp úr. Hann er atvinnumaður í körfubolta og á að einbeita sér að körfubolta. Hann er óöruggur með stöðuna sína,“ segir Jón Halldór.

Sjáðu umræðuna um Milka í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Milka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×