Bræður börðust þegar Ármann fór illa með Kórdrengi Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Ármann og Kórdrengir eru bæði lið sem hafa verið í basli fyrir botni deildarinnar. Bæði lið hafa tapað stórt en þó Ármann hafi haft betur gegn Fylki í annarri umferð hefur Kórdrengjum gengið betur að standa uppi í hárinu á stærri liðum. Þegar liðin eru borin saman á blaði er þó ljóst að Ármann er mun reyndara lið og átti það eftir að skila þeim góðum árangri í gærkvöldi. Þess ber að geta að Ofvirkur sem leikur fyrir Ármann og Hyperactive í Kórdrengjum eru bræður og var spennandi að fylgjast með þeim takast á þegar liðin mættust í Overpass kortinu Ármann vann hnífalotuna og tyllti sér í vörnina í fyrri hálfleik (Counter-Terrorists) á meðan Kórdrengir sóttu. Fátt var þó um fína drætti hjá Kórdrengjum sem áttu ekki roð við liði Ármanns. Ármanni tókst að lesa leik þeirra eins og opna bók og voru snöggir að bregðast við og í raun sækja af öryggi þrátt fyrir að vera í vörn. Leikmann Ármanns liðu um kortið og stráfelldu Kórdrengi sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þær þrjár lotur sem Kórdrengir náðu að vinna í fyrri hálfleik voru allar á bakinu á einstaklingsframtaki Hyperactive. Að öðru leyti hafði Ármann algjöra stjórn á leiknum, Ofvirkur sem hefur lítið látið til sín taka bættist í hóp 7homsen og Vargs sem voru allir atkvæðamiklir og skapandi á leikvellinum. Staða í hálfleik: Kórdrengir 3- 12 Ármann Það var ekki miskunnseminni fyrir að fara hjá Ármanni í síðari hálfleik sem gerði sér lítið fyrir og vann fjórar lotur í röð hratt og örugglega. Vargur felldi fjóra í fyrstu lotu síðari hálfleiks, 7homsen hnífaði Demant í næst síðustu lotunni og til að gera útslagið felldi Ofvirkur bróður sinn Hyperactive í síðustu fellu leiksins, kvöldsins og umferðarinnar. Lokastaða: Kórdrengir 3 - 16 Ármann Ármann sýndi loks á sér þá hlið sem vonast hefur verið eftir hjá þessu stjörnum prýdda liði en Kórdrengir sitja sem fastast á botninum. Næst leikur Ármann gegn Fylki þriðjudaginn 16. nóvember en Kórdrengir mæta Sögu föstudaginn 19. nóvember. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Ármann og Kórdrengir eru bæði lið sem hafa verið í basli fyrir botni deildarinnar. Bæði lið hafa tapað stórt en þó Ármann hafi haft betur gegn Fylki í annarri umferð hefur Kórdrengjum gengið betur að standa uppi í hárinu á stærri liðum. Þegar liðin eru borin saman á blaði er þó ljóst að Ármann er mun reyndara lið og átti það eftir að skila þeim góðum árangri í gærkvöldi. Þess ber að geta að Ofvirkur sem leikur fyrir Ármann og Hyperactive í Kórdrengjum eru bræður og var spennandi að fylgjast með þeim takast á þegar liðin mættust í Overpass kortinu Ármann vann hnífalotuna og tyllti sér í vörnina í fyrri hálfleik (Counter-Terrorists) á meðan Kórdrengir sóttu. Fátt var þó um fína drætti hjá Kórdrengjum sem áttu ekki roð við liði Ármanns. Ármanni tókst að lesa leik þeirra eins og opna bók og voru snöggir að bregðast við og í raun sækja af öryggi þrátt fyrir að vera í vörn. Leikmann Ármanns liðu um kortið og stráfelldu Kórdrengi sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þær þrjár lotur sem Kórdrengir náðu að vinna í fyrri hálfleik voru allar á bakinu á einstaklingsframtaki Hyperactive. Að öðru leyti hafði Ármann algjöra stjórn á leiknum, Ofvirkur sem hefur lítið látið til sín taka bættist í hóp 7homsen og Vargs sem voru allir atkvæðamiklir og skapandi á leikvellinum. Staða í hálfleik: Kórdrengir 3- 12 Ármann Það var ekki miskunnseminni fyrir að fara hjá Ármanni í síðari hálfleik sem gerði sér lítið fyrir og vann fjórar lotur í röð hratt og örugglega. Vargur felldi fjóra í fyrstu lotu síðari hálfleiks, 7homsen hnífaði Demant í næst síðustu lotunni og til að gera útslagið felldi Ofvirkur bróður sinn Hyperactive í síðustu fellu leiksins, kvöldsins og umferðarinnar. Lokastaða: Kórdrengir 3 - 16 Ármann Ármann sýndi loks á sér þá hlið sem vonast hefur verið eftir hjá þessu stjörnum prýdda liði en Kórdrengir sitja sem fastast á botninum. Næst leikur Ármann gegn Fylki þriðjudaginn 16. nóvember en Kórdrengir mæta Sögu föstudaginn 19. nóvember. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.