Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni.
Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti.
Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma.
Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti.