Galdramaðurinn í Odda sem færði Íslendingum ritlistina Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2021 10:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallar um Sæmund fróða á Oddahátíð. Arnar Halldórsson „Skall þar hurð nærri hælum,“ er máltæki rakið til Sæmundur fróða þegar hann yfirgaf Svartaskóla í Frakklandi og járnhurðin skall svo fast aftur á hæla hans að hælbeinin særðust. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvaða hlutverki Oddi og Sæmundur gegndu í því að Íslendingar hófu sagnaritun. Á Oddahátíð í sumar fjallaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um áhrif Sæmundar og hversvegna farið var að tala um hann sem galdramann. Sæmundur fróði Sigfússon var maður af holdi og blóði, prestur í Odda á Rangárvöllum, talinn fæddur árið 1056 og látinn árið 1133. En hann var einnig þjóðsagnapersóna, sem birtist í styttunni af Sæmundi á selnum framan við Háskóla Íslands. Hún lýsir sögunni af því þegar Sæmundur samdi við Kölska um flytja sig til Íslands, en Kölski brá sér í selslíki og synti með Sæmund á bakinu yfir hafið. Það er engin tilviljun að Háskóli Íslands hampi Sæmundi fróða. Friðrik Erlingsson er verkefnastjóri Oddafélagsins.Sigurjón Ólason „Sæmundur og aðrir af hans kynslóð eru fyrstu mennirnir sem fara út að læra og koma hingað heim með erlenda lærdóma og miðla þeim inn í okkar samfélag og umbreyta því,“ segir Friðrik Erlingsson, verkefnastjóri Oddafélagsins. En Sæmundur er einnig talinn einn helsti upphafsmaður sagnaritunar Íslendinga. „Það er vaxandi áhugi á Sæmundi og við höldum að hann hafi verið mjög mikilvægur maður varðandi upphaf menningar,“ segir Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Þetta er skömmu eftir kristnitöku, við lærum að lesa og skrifa. Fólk byrjar að skrifa niður sögurnar sem það hefur, um héruðin, kvæðin, bæði frá Íslandi og Noregi. Allt þetta byrjar hér, ég hef trú á því,“ segir Þór. „Og kem ég þá aftur af því af hverju við tölum um Sæmund sem galdramann. Ég velti því fyrir mér hvort það tengist hinni róttæku breytingu á tjáningarformi sem hann innleiddi á Íslandi. Hann skrifar bækur og notar stafrófið,“ sagði Katrín. Afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Sæmundi á selnum er ofan við Oddakirkju.Arnar Halldórsson „Nýir miðlar eru nefnilega ekki einkamál okkar sem lifum núna á tímum facebook, twitter, instagram, tik-tok og öllu hinu. Sæmundur var einn af upphafsmönnum þess að nýta nýja miðla til að miðla fróðleik og upplýsingum á elleftu öld. Við getum velt því fyrir okkur hvar Sæmundur fróði væri í dag, hvort hann myndi fremja galdra sína á tístinu í dag og vera þar frumlegri og skemmtilegri en aðrir á þeim miðli. Sæti bara á kaffihúsi í Reykjavík, þyrfti engin handrit, hefði bara síma og 4G,“ sagði Katrín. Þátturinn um Odda á Rangárvöllum er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:20. Hér má sjá níu mínútna langt myndskeið úr þættinum: Um land allt Rangárþing ytra Háskólar Menning Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. 1. nóvember 2021 22:22 Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvaða hlutverki Oddi og Sæmundur gegndu í því að Íslendingar hófu sagnaritun. Á Oddahátíð í sumar fjallaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um áhrif Sæmundar og hversvegna farið var að tala um hann sem galdramann. Sæmundur fróði Sigfússon var maður af holdi og blóði, prestur í Odda á Rangárvöllum, talinn fæddur árið 1056 og látinn árið 1133. En hann var einnig þjóðsagnapersóna, sem birtist í styttunni af Sæmundi á selnum framan við Háskóla Íslands. Hún lýsir sögunni af því þegar Sæmundur samdi við Kölska um flytja sig til Íslands, en Kölski brá sér í selslíki og synti með Sæmund á bakinu yfir hafið. Það er engin tilviljun að Háskóli Íslands hampi Sæmundi fróða. Friðrik Erlingsson er verkefnastjóri Oddafélagsins.Sigurjón Ólason „Sæmundur og aðrir af hans kynslóð eru fyrstu mennirnir sem fara út að læra og koma hingað heim með erlenda lærdóma og miðla þeim inn í okkar samfélag og umbreyta því,“ segir Friðrik Erlingsson, verkefnastjóri Oddafélagsins. En Sæmundur er einnig talinn einn helsti upphafsmaður sagnaritunar Íslendinga. „Það er vaxandi áhugi á Sæmundi og við höldum að hann hafi verið mjög mikilvægur maður varðandi upphaf menningar,“ segir Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Þetta er skömmu eftir kristnitöku, við lærum að lesa og skrifa. Fólk byrjar að skrifa niður sögurnar sem það hefur, um héruðin, kvæðin, bæði frá Íslandi og Noregi. Allt þetta byrjar hér, ég hef trú á því,“ segir Þór. „Og kem ég þá aftur af því af hverju við tölum um Sæmund sem galdramann. Ég velti því fyrir mér hvort það tengist hinni róttæku breytingu á tjáningarformi sem hann innleiddi á Íslandi. Hann skrifar bækur og notar stafrófið,“ sagði Katrín. Afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Sæmundi á selnum er ofan við Oddakirkju.Arnar Halldórsson „Nýir miðlar eru nefnilega ekki einkamál okkar sem lifum núna á tímum facebook, twitter, instagram, tik-tok og öllu hinu. Sæmundur var einn af upphafsmönnum þess að nýta nýja miðla til að miðla fróðleik og upplýsingum á elleftu öld. Við getum velt því fyrir okkur hvar Sæmundur fróði væri í dag, hvort hann myndi fremja galdra sína á tístinu í dag og vera þar frumlegri og skemmtilegri en aðrir á þeim miðli. Sæti bara á kaffihúsi í Reykjavík, þyrfti engin handrit, hefði bara síma og 4G,“ sagði Katrín. Þátturinn um Odda á Rangárvöllum er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:20. Hér má sjá níu mínútna langt myndskeið úr þættinum:
Um land allt Rangárþing ytra Háskólar Menning Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. 1. nóvember 2021 22:22 Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. 1. nóvember 2021 22:22
Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36