Gerir allt sjálf fyrir ferminguna og þiggur enga hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 15:00 Mæðgurnar Erna og Anna Kolbrún. Vísir/Arnar Halldórsson Fimmtán ára stelpa úr Garðabæ, sem fær loks að fermast eftir tveggja ára bið, hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar en hún bæði bakar og skreytir – alein og óstudd. Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira