Formúla 1

Max Verstappen jók forskotið á Lewis Hamilton með sigri í Mexíkó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigri í Mexíkó í gær.
Max Verstappen fagnar sigri í Mexíkó í gær. AP/Eduardo Verdugo

Max Verstappen hjá Red Bull færðist aðeins nær fyrsta heimsmeistaratitlinum sínum í formúlu eitt eftir sigur í Mexíkó kappakstrinum i gær.

Aðalkeppinautur Verstappen, heimsmeistarinn Lewis Hamilton, varð annar en sigurinn var mjög sannfærandi.

Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, sótti að Lewis Hamilton í baráttu um annað sætið en sá enski tókst að halda því og sjá til að forskot Max Verstappen var ekki enn meira.

Max Verstappen er núna með nítján stiga forskot á Hamilton en það eru fjórar keppnir eftir og því 107 stig enn eftir í pottinum.

Verstappen er nú búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu en hann er 24 ára Hollendingur sem endaði í þriðja sæti á síðasta ári.

Lewis Hamilton hefur orðið heimsmeistari undanfarin fjögur tímabil og jafnaði met með sínum sjöunda heimsmeistaratitli þegar hann vann í fyrra. Hamilton er því að reyna að verða sá fyrsti til að vinna átta heimsmeistaratitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×