Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 21:01 Reikistjörnurnar í HD3167-sólkerfinu eru taldar svonefndar ofurjarðir líkt og á þessari teikningu listamanns. Undarlegar sporbrautir reikistjarna í sólkerfinu þýða að á næturhimni þeirra má sjá hinar reikistjörnurnar ganga lóðrétt um hann. NASA Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira