Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2021 22:21 Þorkell Pétursson er annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar AK. Sindri Reyr Einarsson Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá áhöfnina á Bjarna Ólafssyni AK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, búa sig undir að leysa landfestar. Á vertíðinni í fyrra, sem var sú fyrsta í þrjú ár, hélt loðnuflotinn ekki til veiða fyrr en um miðjan febrúar á þessu ári. „Við vorum að taka stóru loðnunótina um borð. Hún er í toppstandi og svo verður bara farið norður fyrir land,“ sagði Þorkell Pétursson, annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar, og segir verkefnið leggjast vel í áhöfnina. „Við erum bara að fara að leita. Byrja á því.“ Skipverjar búnir að taka inn loðnunótina.Sindri Reyr Einarsson Loðnukvótinn núna, 660 þúsund tonn til íslenskra skipa, er sá stærsti í tæp tuttugu ár. „Við höfum ekki verið með svona kvóta síðan 2002. Þannig að þetta er ærið verkefni,“ segir Þorkell. En býst hann við að margir aðrir haldi núna til veiða? „Ja.. við erum fyrstir. Koma svo væntanlega hinir í kjölfarið, skipin sem eru í sama fyrirtæki. Menn eru að klára kvótana á síldinni.“ Þótt vertíðin í fyrra væri stutt og lítil í magni skilaði hún yfir tuttugu milljarða króna gjaldeyristekjum. Núna er því spáð að tekjurnar gætu orðið minnst þrefalt hærri. En fyrst þarf að finna loðnuna. Hefur frést af loðnu? „Einhverjar óljósar fréttir af togurum. Fá einhvern fisk með loðnu í. Og lítið ryk. Meira höfum við ekki frétt.“ Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Bjarna Ólafsson.Sindri Reyr Einarsson -Og hvenær á svo að leggja í ‘ann? „Ætli það verði nokkuð fyrr en á morgun. Það er nú bræla þarna allan daginn í dag og fram á morgundaginn. Svo rofar til.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Á vertíðinni í fyrra reyndust einstakir túrar ótrúlega gjöfulir: Sjávarútvegur Efnahagsmál Fjarðabyggð Akranes Vestmannaeyjar Vopnafjörður Langanesbyggð Múlaþing Hornafjörður Loðnuveiðar Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá áhöfnina á Bjarna Ólafssyni AK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, búa sig undir að leysa landfestar. Á vertíðinni í fyrra, sem var sú fyrsta í þrjú ár, hélt loðnuflotinn ekki til veiða fyrr en um miðjan febrúar á þessu ári. „Við vorum að taka stóru loðnunótina um borð. Hún er í toppstandi og svo verður bara farið norður fyrir land,“ sagði Þorkell Pétursson, annar af tveimur skipstjórum Bjarna Ólafssonar, og segir verkefnið leggjast vel í áhöfnina. „Við erum bara að fara að leita. Byrja á því.“ Skipverjar búnir að taka inn loðnunótina.Sindri Reyr Einarsson Loðnukvótinn núna, 660 þúsund tonn til íslenskra skipa, er sá stærsti í tæp tuttugu ár. „Við höfum ekki verið með svona kvóta síðan 2002. Þannig að þetta er ærið verkefni,“ segir Þorkell. En býst hann við að margir aðrir haldi núna til veiða? „Ja.. við erum fyrstir. Koma svo væntanlega hinir í kjölfarið, skipin sem eru í sama fyrirtæki. Menn eru að klára kvótana á síldinni.“ Þótt vertíðin í fyrra væri stutt og lítil í magni skilaði hún yfir tuttugu milljarða króna gjaldeyristekjum. Núna er því spáð að tekjurnar gætu orðið minnst þrefalt hærri. En fyrst þarf að finna loðnuna. Hefur frést af loðnu? „Einhverjar óljósar fréttir af togurum. Fá einhvern fisk með loðnu í. Og lítið ryk. Meira höfum við ekki frétt.“ Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Bjarna Ólafsson.Sindri Reyr Einarsson -Og hvenær á svo að leggja í ‘ann? „Ætli það verði nokkuð fyrr en á morgun. Það er nú bræla þarna allan daginn í dag og fram á morgundaginn. Svo rofar til.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Á vertíðinni í fyrra reyndust einstakir túrar ótrúlega gjöfulir:
Sjávarútvegur Efnahagsmál Fjarðabyggð Akranes Vestmannaeyjar Vopnafjörður Langanesbyggð Múlaþing Hornafjörður Loðnuveiðar Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29