Steph Curry með fimmtíu stiga leik en sá besti í fyrra var rekinn út úr húsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 07:31 Stephen Curry fagnar einni af fjölmörgum körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jeff Chiu Stephen Curry var stórkostlegur í nótt þegar lið han Golden State Warriors vann fjórtán stiga sigur á Atlanta Hawks. Mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils náði þrennu og sigri en endaði leikinn á því að vera sendur í sturtu. Stephen Curry skoraði 50 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Golden State Warriors vann 127-113 sigur á Atlanta Hawks. Curry skoraði þrettán fyrstu stig Warriors í leiknum en hann skoraði níu þriggja stiga körfur og hitti úr öllum þrettán vítaskotum sínum. 50 points for number 30.The Chase Center crowd showing appreciation for Steph Curry pic.twitter.com/MCNr57cAoU— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Curry nær 50 og 10 leik en aðeins Wilt Chamberlain og Rick Barry hafa náð því sem leikmenn Warriors. Hann er líka sá elsti í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera með 50 stig og 10 stoðsendingar í sama leik. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Golden State en liðið vann þarna sinn fimmta leik i röð og hefur nú unnið níu af tíu leikjum sínum á tímabilinu. Trae Young var með 28 stig og 9 stoðsendingar hjá Atlanta Hawks. Stephen Curry WENT OFF. 50 points (NBA season high) 10 dimes, 3 steals, 9 threes 3rd @warriors player with 50p/10a Oldest player ever with 50p/10aGSW improves to an NBA-best 9-1! pic.twitter.com/0qGgBO4lDD— NBA (@NBA) November 9, 2021 Annað lið sem vann sinn fimmta leik í röð var lið Phoenix Suns sem fagnaði 109-104 útisigri á Sacramento Kings. Cameron Payne kom með 24 stig inn af bekknum, Devin Boooker var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Paul og Mikal Bridges voru báðir með sextán stig. Suns fór í lokaúrslitin en tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils. Nú hefur liðið hins vegar rétt úr kútnum. Miles Bridges CLUTCH three-pointer caps a 16-5 @hornets run to force overtime!Watch on @NBATV https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/A5bKKZMFrh— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þrenna LaMelo Ball dugði ekki á móti LeBron James lausu Los Angeles Lakers liði. Lakers vann 126-123 sigur á Charlotte Hornets en þurfti framlengingu. Russell Westbrook var líka með þrennu, 17 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en Anthony Davis skoraði 32 stig. Carmelo Anhtonu var með 29 stig og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ball var með 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Height of a center.Handle of a guard.KD has 25 late in Q3 on @NBATV. pic.twitter.com/ZkBNjPpVNT— NBA (@NBA) November 9, 2021 DeMar DeRozan var með 28 stig og Zach LaVine bætti við 24 stigum þegar Chicago Bulls endaði fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets með sannfærandi 23 stiga sigri, 118-95. Bulls liðið skoraði 42 stig í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 42-17. Kevin Durant gerði sitt með því að skora 38 stig í leiknum en LaMarcus Aldridge var með 19 stig á 23 mínútum. James Harden skoraði 14 stig en Blake Griffin var bara með tvö stig. Another look at KAT's INCREDIBLE shot to force overtime Watch OT on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/q6J3HzUHs9— NBA (@NBA) November 9, 2021 Luka Doncic skoraði 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 108-92 sigur á New Orleans Pelicans eftir slaka byrjun. Tim Hardaway Jr. og Jalen Brunson voru báðir með 17 stig fyrir Dallas liðið sem vann sinn þriða leik í röð. Þetta var aftur á móti sjöunda tap Pelicans manna í röð en liðið er áfram án stórstjörnu sinnar Zion Williamson. Nikola Jokic var með þrennu í 113-96 sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 25 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar, en hann var líka rekinn út úr húsi eftir ósætti við Markieff Morris. Morris braut illa á Jokic sem svarað með því að henda honum í jörðina. Báðir voru sendir í sturtu. Jokic var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann var að þarna að ná fyrstu þrennu sinni á tímabilinu. KARL-ANTHONY TOWNS FROM NEAR HALFCOURT TO SEND IT TO OVERTIME! WATCH ON LEAGUE PASS: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/mXUn08nsHr— NBA (@NBA) November 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Stephen Curry skoraði 50 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Golden State Warriors vann 127-113 sigur á Atlanta Hawks. Curry skoraði þrettán fyrstu stig Warriors í leiknum en hann skoraði níu þriggja stiga körfur og hitti úr öllum þrettán vítaskotum sínum. 50 points for number 30.The Chase Center crowd showing appreciation for Steph Curry pic.twitter.com/MCNr57cAoU— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Curry nær 50 og 10 leik en aðeins Wilt Chamberlain og Rick Barry hafa náð því sem leikmenn Warriors. Hann er líka sá elsti í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera með 50 stig og 10 stoðsendingar í sama leik. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Golden State en liðið vann þarna sinn fimmta leik i röð og hefur nú unnið níu af tíu leikjum sínum á tímabilinu. Trae Young var með 28 stig og 9 stoðsendingar hjá Atlanta Hawks. Stephen Curry WENT OFF. 50 points (NBA season high) 10 dimes, 3 steals, 9 threes 3rd @warriors player with 50p/10a Oldest player ever with 50p/10aGSW improves to an NBA-best 9-1! pic.twitter.com/0qGgBO4lDD— NBA (@NBA) November 9, 2021 Annað lið sem vann sinn fimmta leik í röð var lið Phoenix Suns sem fagnaði 109-104 útisigri á Sacramento Kings. Cameron Payne kom með 24 stig inn af bekknum, Devin Boooker var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Paul og Mikal Bridges voru báðir með sextán stig. Suns fór í lokaúrslitin en tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils. Nú hefur liðið hins vegar rétt úr kútnum. Miles Bridges CLUTCH three-pointer caps a 16-5 @hornets run to force overtime!Watch on @NBATV https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/A5bKKZMFrh— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þrenna LaMelo Ball dugði ekki á móti LeBron James lausu Los Angeles Lakers liði. Lakers vann 126-123 sigur á Charlotte Hornets en þurfti framlengingu. Russell Westbrook var líka með þrennu, 17 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en Anthony Davis skoraði 32 stig. Carmelo Anhtonu var með 29 stig og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ball var með 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Height of a center.Handle of a guard.KD has 25 late in Q3 on @NBATV. pic.twitter.com/ZkBNjPpVNT— NBA (@NBA) November 9, 2021 DeMar DeRozan var með 28 stig og Zach LaVine bætti við 24 stigum þegar Chicago Bulls endaði fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets með sannfærandi 23 stiga sigri, 118-95. Bulls liðið skoraði 42 stig í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 42-17. Kevin Durant gerði sitt með því að skora 38 stig í leiknum en LaMarcus Aldridge var með 19 stig á 23 mínútum. James Harden skoraði 14 stig en Blake Griffin var bara með tvö stig. Another look at KAT's INCREDIBLE shot to force overtime Watch OT on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/q6J3HzUHs9— NBA (@NBA) November 9, 2021 Luka Doncic skoraði 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 108-92 sigur á New Orleans Pelicans eftir slaka byrjun. Tim Hardaway Jr. og Jalen Brunson voru báðir með 17 stig fyrir Dallas liðið sem vann sinn þriða leik í röð. Þetta var aftur á móti sjöunda tap Pelicans manna í röð en liðið er áfram án stórstjörnu sinnar Zion Williamson. Nikola Jokic var með þrennu í 113-96 sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 25 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar, en hann var líka rekinn út úr húsi eftir ósætti við Markieff Morris. Morris braut illa á Jokic sem svarað með því að henda honum í jörðina. Báðir voru sendir í sturtu. Jokic var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann var að þarna að ná fyrstu þrennu sinni á tímabilinu. KARL-ANTHONY TOWNS FROM NEAR HALFCOURT TO SEND IT TO OVERTIME! WATCH ON LEAGUE PASS: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/mXUn08nsHr— NBA (@NBA) November 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira