Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í sögulegu uppgjöri við kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 11:16 Þáttastjórnendur spurðu Katrínu um hennar eigin upplifun sem móðir þriggja drengja og sagðist hún spurningar vissulega vakna á unglingsárunum um samskipti kynjanna og ýmislegt í þeim efnum. Foreldrum þætti þetta oft flókið samtal en vissulega mikilvægt. Ræða þyrfti málin við drengi ekki síður en stúlkur. „Við erum langt komin. Við erum búin að vera að vinna í textasmíð og erum svona komin á þann stað að vera að skrifa það sem heitir stjórnarsáttmáli. Þannig að... ég gef þessu nú samt alveg nokkra daga. Það er ekki alveg búið að róa fyrir allar víkur í þessu.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Svo verður það náttúrulega aldrei gert í svona samtali,“ bætti hún við. „Maður klárar aldrei einhver vandamál. Það koma alltaf ný og óvænt.“ Katrín gekkst við því að ákveðin mál hefðu þvælst fyrir ríkisstjórninni á kjörtímabilinu og eitt þeirra mála sem rætt væri um væru ríkisfjármálin, það er að segja hvernig stýra ætti þjóðinni úr yfirstandandi kreppu. Síðan þyrfti að ræða hvern einasta málaflokk og þar hefðu flokkarnir ólíkar væntingar. „Þannig að þetta er heilmikil vinna,“ sagði Katrín um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Katrín sagði ljóst að flokkarnir ættu nokkra daga eftir í viðræðum en einn óvissuþáttanna væri niðurstaða undirbúningskjörbréfanefndar um Norðvesturkjördæmi. Enn væri fræðilegur möguleiki á uppkosningu í kjördæminu en niðurstaða þyrfti alltént að liggja fyrir áður en þing kæmi saman og áður en hægt væri að „innsigla“ stjórnarmyndunina. En hvað finnst henni um þá umræðu að landið sé í reynd stjórnlaust eins og er? „Nei, ég meina, ríkisstjórnin hélt meirihluta,“ svaraði ráðherra. „Þannig í sjálfu sér, alla vegna miðað við úrslit þingkosninganna, ef við setjum Norðvesturkjördæmi til hliðar, þá er alveg ljóst að það er meirihluti fyrir þessari ríkisstjórn. Þannig að þetta er ekki starfsstjórn í hefðbundnum skilningi þess orðs,“ sagði hún. „Þannig að ég hef ekki áhyggjur af því.“ Afleiðingarnar fyrst og fremst þolendamegin Þáttastjórnendur spurðu Katrínu einnig um umræðuna sem nú stendur yfir um kynferðisofbeldi og stöðu þolenda og gerenda. Sögðust þeir sakna viðbragða frá stjórnvöldum og innleggi frá þeim. „Kannski má segja að þetta rifrildi, eða hvað við köllum það, sem við erum stödd í... ég myndi segja að við séum stödd í dálítið merkilegu sögulegu uppgjöri. Af því að í raun og veru alveg frá því að þessi fyrsta #metoo hreyfing fer af stað höfum við verið stödd í gríðarlegri deiglu, þar sem þolendur hafa verið að stíga fram,“ sagði Katrín. Sagði hún hreyfinguna í raun hafa verið gríðarlegt áfall fyrir íslenskt samfélög og önnur samfélög þar sem umræðan hefði átt sér stað. Það hefðu yfirleitt verið örlög þolenda að þurfa að hverfa frá þeim vettvangi þar sem brotin voru framin; að láta sig hverfa. En nú væru viðhorf að breytast. „Þessar afleiðingar voru fyrst og fremst þolendamegin. Núna auðvitað er þetta að breytast og það má segja að gerendur séu núna að segja: Bíddu, hér eru líka afleiðingar fyrir ósönnuð brot. Og við erum svolítið stödd í miðri þessari deiglu og ég held að við séum ekki komin til botns í öllum þessum álitamálum og þessu sem hefur verið kallað „slaufunarmenning“ og annað slíkt.“ Forsætisráðherra sagði ástandið sem „sprakk í loft upp“ hafa verið viðvarandi í aldir og að þjóðfélagið þyrfti að sætta sig við það að þetta myndi taka tíma. Stjórnvöld hefðu gert ýmislegt til að taka á málaflokknum, meðal annars með aðgerðum gegn stafrænu kynferðisofbeldi og umsáturseinelti og þá hefði hún sjálf lagt fram frumvarp um forvarnir í skólum og tómstundastarfi, sem væri ætlað að ráðast að rót vandans. Hegðun sem við eigum ekki að líða Katrín sagði þolendur og gerendur ekki skiptast í hópa eftir kynjum en skoða þyrfti hvers vegna drengir brytu gegn stúlkum og finna flöt á umræðu um málin án þess að vega að drengjunum. „Það er rosaleg áreiti á yngri kynslóðum um ákveðna hegðun og að eitthvað sé eðlilegt sem er auðvitað ekki bara eðlilegt,“ sagði ráðherra. Spurð út í gagnrýni þolenda að kerfið gerði ekki nógu mikið og hvort stjórnvöld þyrftu ekki að leggja meira í málaflokkinn til að stuðla að því að málin væru rannsökuð sagði Katrín að fyrstu viðbrögð við #metoo hefðu verið að gefa í. Hins vegar hefði líklega ekki verið gert nóg og nefndi hún meðal annars umbætur á stöðu réttarþola sem ekki komust í gegnum þingið á síðasta kjörtímabili. Hins vegar væri það svo að þær aðgerðir sem sannarlega hefði verið gripið til myndu ekki endilega skila árangri strax og nefndi þar forvarnir í skólastarfinu. „Ég myndi vilja sjá þetta verða bara hluta af skólanum og mér fannst þetta góð hugmynd að byrja svona og kalla dálítið marga aðila að borðinu,“ sagði hún. Kannski væri þetta bara hluti af lífsleikni. „Auðvitað hefur þetta verið með okkur í margar aldir,“ sagði Katrín við þeirri fullyrðingu að vandamálið yrði nú kannski ekki lagað á einni nóttu. „Ég segi bara hvert einasta skref áfram skiptir máli, því þetta er auðvitað bara meinsemd í samfélaginu. Þetta er bara hegðun sem við eigum ekki að líða en við þurfum líka að sýna því skilning að það mun taka tíma.“ Katrín sagði viðhorfsbreytingar taka tíma og þrátt fyrir að hún væri oft spurð að því hvort það væri ekki allt í lukkunnar velstandi á Íslandi í jafnréttismálum þá ættu Íslendingar enn eftir að finna lausn hvað þetta varðaði. Á meðan karlar væru í valdastöðu byggju konur ekki við öryggi. „Það er svo mikið umhugsunarefni þegar maður hittir konur, bara á öllum aldri, sem segja: Er það bara eðlilegt að maður sé hræddur þegar maður er einn á ferð? Það er ekki þannig sem við viljum hafa þetta.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Líkir Kveiksþættinum við viðtal RÚV við Ólaf Skúlason bisku „Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“ 4. nóvember 2021 09:13 Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Svo verður það náttúrulega aldrei gert í svona samtali,“ bætti hún við. „Maður klárar aldrei einhver vandamál. Það koma alltaf ný og óvænt.“ Katrín gekkst við því að ákveðin mál hefðu þvælst fyrir ríkisstjórninni á kjörtímabilinu og eitt þeirra mála sem rætt væri um væru ríkisfjármálin, það er að segja hvernig stýra ætti þjóðinni úr yfirstandandi kreppu. Síðan þyrfti að ræða hvern einasta málaflokk og þar hefðu flokkarnir ólíkar væntingar. „Þannig að þetta er heilmikil vinna,“ sagði Katrín um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Katrín sagði ljóst að flokkarnir ættu nokkra daga eftir í viðræðum en einn óvissuþáttanna væri niðurstaða undirbúningskjörbréfanefndar um Norðvesturkjördæmi. Enn væri fræðilegur möguleiki á uppkosningu í kjördæminu en niðurstaða þyrfti alltént að liggja fyrir áður en þing kæmi saman og áður en hægt væri að „innsigla“ stjórnarmyndunina. En hvað finnst henni um þá umræðu að landið sé í reynd stjórnlaust eins og er? „Nei, ég meina, ríkisstjórnin hélt meirihluta,“ svaraði ráðherra. „Þannig í sjálfu sér, alla vegna miðað við úrslit þingkosninganna, ef við setjum Norðvesturkjördæmi til hliðar, þá er alveg ljóst að það er meirihluti fyrir þessari ríkisstjórn. Þannig að þetta er ekki starfsstjórn í hefðbundnum skilningi þess orðs,“ sagði hún. „Þannig að ég hef ekki áhyggjur af því.“ Afleiðingarnar fyrst og fremst þolendamegin Þáttastjórnendur spurðu Katrínu einnig um umræðuna sem nú stendur yfir um kynferðisofbeldi og stöðu þolenda og gerenda. Sögðust þeir sakna viðbragða frá stjórnvöldum og innleggi frá þeim. „Kannski má segja að þetta rifrildi, eða hvað við köllum það, sem við erum stödd í... ég myndi segja að við séum stödd í dálítið merkilegu sögulegu uppgjöri. Af því að í raun og veru alveg frá því að þessi fyrsta #metoo hreyfing fer af stað höfum við verið stödd í gríðarlegri deiglu, þar sem þolendur hafa verið að stíga fram,“ sagði Katrín. Sagði hún hreyfinguna í raun hafa verið gríðarlegt áfall fyrir íslenskt samfélög og önnur samfélög þar sem umræðan hefði átt sér stað. Það hefðu yfirleitt verið örlög þolenda að þurfa að hverfa frá þeim vettvangi þar sem brotin voru framin; að láta sig hverfa. En nú væru viðhorf að breytast. „Þessar afleiðingar voru fyrst og fremst þolendamegin. Núna auðvitað er þetta að breytast og það má segja að gerendur séu núna að segja: Bíddu, hér eru líka afleiðingar fyrir ósönnuð brot. Og við erum svolítið stödd í miðri þessari deiglu og ég held að við séum ekki komin til botns í öllum þessum álitamálum og þessu sem hefur verið kallað „slaufunarmenning“ og annað slíkt.“ Forsætisráðherra sagði ástandið sem „sprakk í loft upp“ hafa verið viðvarandi í aldir og að þjóðfélagið þyrfti að sætta sig við það að þetta myndi taka tíma. Stjórnvöld hefðu gert ýmislegt til að taka á málaflokknum, meðal annars með aðgerðum gegn stafrænu kynferðisofbeldi og umsáturseinelti og þá hefði hún sjálf lagt fram frumvarp um forvarnir í skólum og tómstundastarfi, sem væri ætlað að ráðast að rót vandans. Hegðun sem við eigum ekki að líða Katrín sagði þolendur og gerendur ekki skiptast í hópa eftir kynjum en skoða þyrfti hvers vegna drengir brytu gegn stúlkum og finna flöt á umræðu um málin án þess að vega að drengjunum. „Það er rosaleg áreiti á yngri kynslóðum um ákveðna hegðun og að eitthvað sé eðlilegt sem er auðvitað ekki bara eðlilegt,“ sagði ráðherra. Spurð út í gagnrýni þolenda að kerfið gerði ekki nógu mikið og hvort stjórnvöld þyrftu ekki að leggja meira í málaflokkinn til að stuðla að því að málin væru rannsökuð sagði Katrín að fyrstu viðbrögð við #metoo hefðu verið að gefa í. Hins vegar hefði líklega ekki verið gert nóg og nefndi hún meðal annars umbætur á stöðu réttarþola sem ekki komust í gegnum þingið á síðasta kjörtímabili. Hins vegar væri það svo að þær aðgerðir sem sannarlega hefði verið gripið til myndu ekki endilega skila árangri strax og nefndi þar forvarnir í skólastarfinu. „Ég myndi vilja sjá þetta verða bara hluta af skólanum og mér fannst þetta góð hugmynd að byrja svona og kalla dálítið marga aðila að borðinu,“ sagði hún. Kannski væri þetta bara hluti af lífsleikni. „Auðvitað hefur þetta verið með okkur í margar aldir,“ sagði Katrín við þeirri fullyrðingu að vandamálið yrði nú kannski ekki lagað á einni nóttu. „Ég segi bara hvert einasta skref áfram skiptir máli, því þetta er auðvitað bara meinsemd í samfélaginu. Þetta er bara hegðun sem við eigum ekki að líða en við þurfum líka að sýna því skilning að það mun taka tíma.“ Katrín sagði viðhorfsbreytingar taka tíma og þrátt fyrir að hún væri oft spurð að því hvort það væri ekki allt í lukkunnar velstandi á Íslandi í jafnréttismálum þá ættu Íslendingar enn eftir að finna lausn hvað þetta varðaði. Á meðan karlar væru í valdastöðu byggju konur ekki við öryggi. „Það er svo mikið umhugsunarefni þegar maður hittir konur, bara á öllum aldri, sem segja: Er það bara eðlilegt að maður sé hræddur þegar maður er einn á ferð? Það er ekki þannig sem við viljum hafa þetta.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Líkir Kveiksþættinum við viðtal RÚV við Ólaf Skúlason bisku „Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“ 4. nóvember 2021 09:13 Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Líkir Kveiksþættinum við viðtal RÚV við Ólaf Skúlason bisku „Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“ 4. nóvember 2021 09:13
Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01