Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:27 Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta. Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta.
Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira