Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Fríða Thoroddsen skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar