Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra: Helena Erla Árnadóttir, Krista Sól Nielsen, Dagný Erla Gunnarsdóttir, Herdís Eir Sveinsdóttir, Berglind Gísladóttir, Óskar Aron Stefánsson og Jón Daníel Jóhannsson Mynd/Aðsend Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn. Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld. Andlát Skagafjörður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld.
Andlát Skagafjörður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira