Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Teikning af því hvernig svarhol og sólstjarna í NGC 1850-stjörnuþyrpingunni gæti litið út. Stjörnurnar í kringum svartholið fyrir miðri myndinni virðast bjagaðar vegna þyngdaráhrifa þess. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06
Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40