Íslenskt hetjurokk á mála hjá nýjum þungarokksútgáfurisa Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2021 11:06 Hvort sem það eru drekar eða dýflissur, þá eru Power Paladin svaiðlföruneytið til að fá með sér í lið. Eva Alexandra Hetjurokksveitin Power Paladin gefur út sína fyrstu plötu, With the Magic of Windfyre Steel, hjá útgáfufyrirtækinu Atomic Fire Records, þann 7. janúar 2022. Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor. Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor.
Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00