Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta á dagskrá.
Valur fær ÍR í heimsókn klukkan 20.05 og klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.50 er leikur Georgíu og Svíþjóðar í undankeppni HM 2022 á dagskrá. Klukkan 19.35 er leikur Grikklands og Spánar á dagskrá. Klukkan 21.45 er markaþáttur undankeppni HM 2022 á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 08.00 er AVIV Dubai-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Klukkan 18.20 er leikur ÍBV og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á dagskrá. Að leik loknum er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í Olís-deild karla á síðustu dögum.
Stöð 2 Golf
Dagurinn hefst snemma í golfinu en Women´s Amateur Asia-Pacific Championship-mótið er á dagskrá klukkan 06.00. Klukkan 11.00 er komið að Aramco Team Series – Jeddah-mótinu en það er hluti af LET-mótaröðinni.
Klukkan 15.00 heldur LPGA-mótaröðin áfram með Pelican Women´s meistaramótinu. Klukkan 18.00 er Houston Open á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni.