Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Alexander Isak fagnar marki fyrir Real Sociedad í Evrópudeildinni. Getty/David S. Bustamante Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn. Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira