Vilja vera með formúlu eitt keppni í miðborg London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 16:31 Lewis Hamilton er sá sigursælasti frá upphafi í formúlu eitt en hann hefur unnið sjö heimsmeistaratitla eins og Michael Schumacher. Getty/Jared C. Tilton Það gætu farið fram fleiri formúlu eitt keppnir í Englandi ef hugmyndir Lundúnabúa um nýja kappakstursbraut verða að veruleika. Nýjar hugmyndir eru komnar fram í dagsljósið um að byggja nýja formúlu eitt braut og það í miðborg Lundúna. F1 'heading to London' with plans to build circuit at Royal Docks at an 'advanced stage' https://t.co/H6WWaE7MYo pic.twitter.com/KNJrLxuLXs— Mirror Sport (@MirrorSport) November 10, 2021 Það er mikill áhugi á formúlu eitt í Bretlandi og ekki síst vegna frábærs árangurs þeirra manns. Englendingurinn Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í formúlunni og er nú í hörku keppni við að reyna að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil. Bretar hafa verið með formúlukappakstur á hverju tímabili síðan að formúla eitt varð til árið 1950 en langflestir þeirra keppna hafa farið fram á Silverstone brautinni. Silverstone brautin er norður af London og eiginlega mitt á milli London og Birmingham, tveggja stærstu borga Englands. Þessi nýju plön gætu þýtt það að tvær keppnir færu fram í Englandi í framtíðinni. Staðsetning þessarar nýju kappakstursbrautar er í austurhluta London eða á Royal Docks í Newham hverfinu. Brautin yrði þá í nágrenni London City flugvallarins og ExCeL Centre en hinum megin við Thames ánna er síðan O2 Arena. Það hefur verið keppt í formúlu E á þessu svæði eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4zZpiQVl09U">watch on YouTube</a> Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nýjar hugmyndir eru komnar fram í dagsljósið um að byggja nýja formúlu eitt braut og það í miðborg Lundúna. F1 'heading to London' with plans to build circuit at Royal Docks at an 'advanced stage' https://t.co/H6WWaE7MYo pic.twitter.com/KNJrLxuLXs— Mirror Sport (@MirrorSport) November 10, 2021 Það er mikill áhugi á formúlu eitt í Bretlandi og ekki síst vegna frábærs árangurs þeirra manns. Englendingurinn Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í formúlunni og er nú í hörku keppni við að reyna að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil. Bretar hafa verið með formúlukappakstur á hverju tímabili síðan að formúla eitt varð til árið 1950 en langflestir þeirra keppna hafa farið fram á Silverstone brautinni. Silverstone brautin er norður af London og eiginlega mitt á milli London og Birmingham, tveggja stærstu borga Englands. Þessi nýju plön gætu þýtt það að tvær keppnir færu fram í Englandi í framtíðinni. Staðsetning þessarar nýju kappakstursbrautar er í austurhluta London eða á Royal Docks í Newham hverfinu. Brautin yrði þá í nágrenni London City flugvallarins og ExCeL Centre en hinum megin við Thames ánna er síðan O2 Arena. Það hefur verið keppt í formúlu E á þessu svæði eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4zZpiQVl09U">watch on YouTube</a>
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira