„Er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Arnar fékk yfir sig mjög alvarlegar hótanir fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Síðustu vikur og mánuði hefur borið á aukinni haturorðræðu og hótunum í garð hinsegin fólks hér á landi og hefur ótti um ákveðið bakslag kviknað innan hinsegin samfélagsins að undanförnu. Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira