Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 11:45 Mikil spenna er enn á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira