Enski boltinn

Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool goðsagnirnar Steven Gerrard og Jamie Carragher saman í keppnisferð með Liverpool í Ástralíu.
Liverpool goðsagnirnar Steven Gerrard og Jamie Carragher saman í keppnisferð með Liverpool í Ástralíu. Getty/Zak Kaczmarek

Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa.

Steven Gerrard tók við liði Aston Villa í gær og tekur við starfinu af Dean Smith sem var rekinn á sunnudaginn.

„Þegar knattspyrnustjóri er að koma í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn þá er frábært fyrir hann að fá eins stórt starf eins og að stýra Aston Villa. Mér finnst þetta vera frábært starf fyrir Stevie,“ sagði Jamie Carragher.

„Þetta gefur honum gott tækifæri til að keppa um sæti í Evrópu. Enginn stjóri mun nokkurn tímann fá eitt af stóru störfunum í ensku úrvalsdeildinni í dag út á það sem Stevie hefur gert hjá Rangers,“ sagði Carragher.

„Enska úrvalsdeildin er deild þar sem allir knattspyrnustjórar vilja stara og það að fá eins stórt lið og Aston Villa sem ég tel að sé eitt af stærstu félögunum í landinu. Mér finnst Villa verða topp tíu klúbbur og þangað finnst mér að lágmarks markmið þess eigi að vera,“ sagði Carragher.

„Orðspor Stevie er að skila honum þessu því Aston Villa hefði auðveldlega fengið aðra stjóra með betri árangri en kannski ekki prófílinn hans Steven Gerrard,“ sagði Carragher.

„Þetta er frábært starf fyrir Stevie og ég talaði strax um það þegar fréttist af þessu á sunnudaginn var,“ sagði Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir ofan.

Fyrsti leikur Aston Villa undir stjórn Steven Gerrard verður á móti Brighton & Hove Albion 20. nóvember næstkomandi en margir bíða eftir 11. desember þegar hann mætir með Villa liðið á Anfield í Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×