Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 11:56 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir að hún kynnti hertar aðgerðir innanlands í hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fréttamönnum þegar hún kom út af löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Reglugerðin verður í gildi í rúmar þrjár vikur til 8. desember. Áfram er gert ráð fyrir eins metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu sem tók gildi fyrir viku. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar geta tekið á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Fimm hundruð manna viðburðir verða heimilir ef gestir geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðrófi og grímuskylda er virt. Veitingastaðir þurfa að loka klukkan 22:00 en síðustu gestir að vera farnir út fyrir klukkan 23:00. Á veitingastöðum og stöðum með vínveitingarleyfi má aðeins bera fram vínveitingar til sitjandi gesta og halda þarf skrá yfir gesti. Einasamkvæmi á stöðum með vínveitingarleyfi eru óheimil eftir klukkan 23:00. Þá sagði Svandís að til stæði að ná að gefa 160.000 manns örvunarskammt af bóluefni fyrir áramót. Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað mikið að undanförnu og hefur met yfir fjölda daglegra smita verið slegið fjórum sinnum á síðustu vikunni. Tvö hundrað manns greindust smitaðir á miðvikudag og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Aðeins vika er liðin frá því að grímuskyldu var víða komið á aftur og 500 manna samkomubann tók gildi á miðvikudag. Þó var leyfilegt að halda allt að 1.500 manna viðburði ef gestir gætu sýnt fram á neikvætt hraðpróf. Þá var afgreiðslutími veitingastaða styttur um tvær klukkustundir frá því sem fyrir var og var þeim gert að loka klukkan 23:00. Fór ekki að tillögu sóttvarnalæknis um grímuskyldu barna Börn sem eru fædd 2016 og síðar eru undanþegin fimmtíu manna samkomubanninu og takmörkunum á fjölda í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Óheimilt er að fleiri en fimmtíu komi saman hvort sem er innan- eða utandyra eða opinberum rýmum eða einkarýmum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu.Vísir/Vilhelm Á skólaskemmtunum með hraðprófum í grunn- og framhaldsskólum er undanþága frá eins metra reglu og grímuskyldu. Svandís sagði að nýju reglurnar væru í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis fyrir utan tillögu um grímuskyldu barna. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var lagt til að grímunotkun barna fæddra 2006 til 2015 yrði í samræmi við aldur og þroska þeirra. Í skólastarfi gilda almennar reglur um fimmtíu manna fjöldatakmrök nema að börn fædd 2016 og seinna eru undanskilin. Börn sem eru fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Starfsfólki í leikskólum er ekki skylt að nota grímu í samskiptum við börn. Kennurum í grunnskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofu. Nemendum og kennurum í framhaldsskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður. Blöndun milli hópa í skólastarfi á öllum skólastigum er heimil. Býst við fyrstu merkjum um árangur eftir sjö til tíu daga Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísaði til þess að faraldurinn væri í veldisvexti um nauðsyn þess að grípa til hertra aðgerða í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra sem var sent í gær. Síðustu vikuna hafi hátt í þúsund manns greinst smitaðir og fjórtán daga nýgengi stefni í að vera það mesta sem sést hafi til þessa. Fjölgun smita valdi nú alvarlegri röskun á starfsemi heilbrigðiskerfisins og öllu eftirliti með Covid-smituðum einstaklingum. „Því tel ég brýnt að gripið verði til samfélagslegra aðgerða sem fyrst til að komið verði í veg fyrir enn alvarlegra ástand í heilbrigðiskerfinu og þjóðfélaginu öllu, Einnig vil ég benda á að með útbreiddu smiti í samfélaginu þá mun skapast sú hætta að veikindi í fyrirtækjum og atvinnurekstri mun valda verulegri röskun á allri þeirra starfsemi,“ segir í minnisblaðinu. Stefnt sé að því að sjö daga meðaltal verði um fimmtíu smit og búast megi við því að það taki á bilinu sjö til tíu daga að sjá fyrstu merki um árangur af aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að vera viðbúið að herða enn aðgerðir ef það gengur ekki eftir. Leggur sóttvarnalæknir til aðgerðirnar gildi í þrjár til fjórar vikur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fréttamönnum þegar hún kom út af löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Reglugerðin verður í gildi í rúmar þrjár vikur til 8. desember. Áfram er gert ráð fyrir eins metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu sem tók gildi fyrir viku. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar geta tekið á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Fimm hundruð manna viðburðir verða heimilir ef gestir geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðrófi og grímuskylda er virt. Veitingastaðir þurfa að loka klukkan 22:00 en síðustu gestir að vera farnir út fyrir klukkan 23:00. Á veitingastöðum og stöðum með vínveitingarleyfi má aðeins bera fram vínveitingar til sitjandi gesta og halda þarf skrá yfir gesti. Einasamkvæmi á stöðum með vínveitingarleyfi eru óheimil eftir klukkan 23:00. Þá sagði Svandís að til stæði að ná að gefa 160.000 manns örvunarskammt af bóluefni fyrir áramót. Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað mikið að undanförnu og hefur met yfir fjölda daglegra smita verið slegið fjórum sinnum á síðustu vikunni. Tvö hundrað manns greindust smitaðir á miðvikudag og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Aðeins vika er liðin frá því að grímuskyldu var víða komið á aftur og 500 manna samkomubann tók gildi á miðvikudag. Þó var leyfilegt að halda allt að 1.500 manna viðburði ef gestir gætu sýnt fram á neikvætt hraðpróf. Þá var afgreiðslutími veitingastaða styttur um tvær klukkustundir frá því sem fyrir var og var þeim gert að loka klukkan 23:00. Fór ekki að tillögu sóttvarnalæknis um grímuskyldu barna Börn sem eru fædd 2016 og síðar eru undanþegin fimmtíu manna samkomubanninu og takmörkunum á fjölda í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Óheimilt er að fleiri en fimmtíu komi saman hvort sem er innan- eða utandyra eða opinberum rýmum eða einkarýmum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu.Vísir/Vilhelm Á skólaskemmtunum með hraðprófum í grunn- og framhaldsskólum er undanþága frá eins metra reglu og grímuskyldu. Svandís sagði að nýju reglurnar væru í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis fyrir utan tillögu um grímuskyldu barna. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var lagt til að grímunotkun barna fæddra 2006 til 2015 yrði í samræmi við aldur og þroska þeirra. Í skólastarfi gilda almennar reglur um fimmtíu manna fjöldatakmrök nema að börn fædd 2016 og seinna eru undanskilin. Börn sem eru fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Starfsfólki í leikskólum er ekki skylt að nota grímu í samskiptum við börn. Kennurum í grunnskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofu. Nemendum og kennurum í framhaldsskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður. Blöndun milli hópa í skólastarfi á öllum skólastigum er heimil. Býst við fyrstu merkjum um árangur eftir sjö til tíu daga Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísaði til þess að faraldurinn væri í veldisvexti um nauðsyn þess að grípa til hertra aðgerða í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra sem var sent í gær. Síðustu vikuna hafi hátt í þúsund manns greinst smitaðir og fjórtán daga nýgengi stefni í að vera það mesta sem sést hafi til þessa. Fjölgun smita valdi nú alvarlegri röskun á starfsemi heilbrigðiskerfisins og öllu eftirliti með Covid-smituðum einstaklingum. „Því tel ég brýnt að gripið verði til samfélagslegra aðgerða sem fyrst til að komið verði í veg fyrir enn alvarlegra ástand í heilbrigðiskerfinu og þjóðfélaginu öllu, Einnig vil ég benda á að með útbreiddu smiti í samfélaginu þá mun skapast sú hætta að veikindi í fyrirtækjum og atvinnurekstri mun valda verulegri röskun á allri þeirra starfsemi,“ segir í minnisblaðinu. Stefnt sé að því að sjö daga meðaltal verði um fimmtíu smit og búast megi við því að það taki á bilinu sjö til tíu daga að sjá fyrstu merki um árangur af aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að vera viðbúið að herða enn aðgerðir ef það gengur ekki eftir. Leggur sóttvarnalæknir til aðgerðirnar gildi í þrjár til fjórar vikur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira