Segir ríkið sýna hörku og óbilgirni í túlkun sinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 18:20 Friðrik Jónsson, formaður BHM, óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi. Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði. Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56