Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.
Áskorun kvöldsins fólst í því að stíga dansspor fyrir framan alþjóð. Þeir félagar eru ekki þekktir fyrir hæfileika sína á dansgólfinu en þeir nutu fulltingis hæfari dansfélaga og varð útkoman í því góð.
Steindi dansaði blöndu af pasodoble og tangó ásamt Júlíönu Söru Gunnarsdóttur leikkonu. Dansparið uppskar mikil fagnaðarlæti úr sal. Dansinn má sjá í spilaranum hér að neðan:
Þau Auddi og Birna María Másdóttir dagskrárgerðarkona fóru hins vegar í allt aðra átt og dönsuðu hip-hop dans með glæsibrag. Dansinn má sjá í spilaranum hér að neðan: