Undankeppni HM: Frakkar komnir áfram | Holland opnaði dyrnar fyrir Noreg og Tyrkland Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. nóvember 2021 22:00 Kylian Mbappé skoraði fjögur í kvöld EPA-EFE/IAN LANGSDON Fjórum leikjum í evrópuhluta undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Katar á næsta ári lauk í kvöld. Í París kjöldrógu heimamenn Kasakstan og unnu 8-0 í leik þar sem Kylian Mbappé fór á kostum. Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira