Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2021 20:11 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Vísir Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00