Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 10:11 Kona greiðir atkvæði með aðstoð ungs barns í þingkosningum í Buenos Aires í gær. AP/Rodrigo Abd Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt. Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista. Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista.
Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira