Og Óskarinn hlýtur... Hvaða myndir eru líklegastar þetta árið? Heiðar Sumarliðason skrifar 17. nóvember 2021 14:31 Úr nokkrum þeirra líklegu. Nú styttist í áramót og því aðeins einn og hálfur mánuður til stefnu fyrir útgáfu kvikmynda sem ætla að vera með í Óskarshítinni. Það er einmitt innan þess tímaramma sem kvikmyndaverin senda frá sér flestar þær myndir sem þau telja líklegar til afreka. Nú til dags eru tíu myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin ár hvert (voru áður fimm). Ýmsir miðlar sem fjalla um kvikmyndaiðnaðinn eru þegar farnir að spá um hvaða myndir eru líklegastar. Hér eru þær sem flestir miðlar telja sennilegar. Belfast. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Belfast fjallar um líf ungs drengs og fjölskyldu hans í Belfast seint á 7. áratugi síðustu aldar. Sá tími var mjög róstursamur vegna deilna við Breta um framtíð N-Írlands. Það er Kenneth Branagh sem skrifar og leikstýrir. Hann byggir söguna á atburðum úr eigin æsku. Belfast sigraði People's Choice-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto þetta árið, en þau eru oft ágætis fyrirboði um velgengni á Óskarshátíðinni. Myndin er þegar komin út í Bandaríkjunum, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Imdb.com: 7,8. Metascore: 82. RT: 88%. The Power of the Dog. Leikstjóri: Jane Campion. The Power of the Dog gerist í Montana árið 1925 og fjallar um bræðurna Phil og George. Þegar George kynnist Rose og giftist henni fer það illa í Phil. Jane Campion, sem leikstýrir og skrifar handritið, er helst þekkt fyrir hina frábæru The Piano frá árinu 1993. Engin mynda hennar sem komið hafa í kjölfarið hafa komist nálægt því að njóta jafn mikillar velgengni. Campion er nú, 28 árum síðar, aftur komin í umræðuna varðandi Óskarinn og verður að teljast ansi líkleg til afreka þetta skiptið. Myndin hefur fengið framúrskarandi viðtökur gagnrýnenda á helstu kvikmyndahátíðum heims og verður frumsýnd á Netflix 1. desember nk. Imdb: 6,7. Metascore: 90. RT: 92%. tick, tick...BOOM! Leikstjóri: Lin-Manuel Miranda. Kvikmyndin tick, tick...BOOM! er byggð á samnefndum söngleik eftir Jonathan Larson, höfund Rent, sem flutti hann sem einleik (Larson lést árið 1996). Söngleikurinn fjallar um Jon, sem er við það að fara að kynna söngleik sinn fyrir mögulegum framleiðendum. Samkvæmt föður Larsons munu efnistökin vera sjálfsævisöguleg. Það er leikstjórinn Lin-Manuel Miranda sem færir söngleikinn í kvikmyndabúning. Líkt og The Power of the Dog, er það Netflix sem, dreifir myndinni og ræsa streymið síðar í þessari viku, eða 19. nóvember. Imdb: 8,5. Metascore: 76. RT: 90%. King Richard. Leikstjóri: Reinaldo Marcus Green. King Richard fjallar um Williams-systurnar, Venus og Serenu, og hvernig faðir þeirra, Richard, keyrði þær áfram í að verða bestu tenniskonur heims. Það er Will Smith sem leikur Richard og þykir hann líklegur til að afreka á Óskarshátíðinni. Leikstjóri myndarinnar er Reinaldo Marcus Green, en þekktasta mynd hans hingað til er Monsters and Men frá árinu 2018. King Richard kemur í kvikmyndahús á Íslandi nk. föstudag. Imdb: 6,8. Metascore: 71. RT: 90%. Licorice Pizza. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson. Nýjasta mynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er ekki enn komin út og hefur ekki verið sýnd á neinum kvikmyndahátíðum. Því eru engir dómar komnir í hús, en þrátt fyrir það eru blaðamenn handvissir um að hún verði ein þeirra tíu sem hljóti tilnefningu. Það þarf ekki að koma á óvart, þar sem leikstjórinn er þekktur fyrir að hrúga inn tilnefningum. Hann hefur sjálfur verið tilnefndur átta sinnum og aðrir listamenn sem starfa við myndirnar hans enn oftar. Þessi nýjasta mynd hans gerist í Los Angeles árið 1973 og fjallar um tvo unglinga sem eru að upplifa sína fyrstu ást. Hún kemur út í Bandaríkjunum á jóladag, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Nighmare Alley. Leikstjóri: Guillermo del Toro Nýjasta kvikmynd Mexíkóans Guillermo del Toro hefur, líkt og Licorice Pizza, ekki enn komið fyrir augu almennings neinsstaðar. Blaðamenn eru þó einnig vissir í sinni sök varðandi velgengni og gæði Nightmare Alley og telja hana til alls líklega. Hún fjallar um starfsmann ferðatívolís sem hefur einstaka hæfileika til að spila með fólk. Hann kynnist svo sálfræðingi sem er jafnvel enn færari í því að spila með fólk. Del Toro kom sá og sigraði á Óskarshátíðinni 2018, með kvikmynd sinni The Shape of Water. Þá fór hann heim með tvær styttur, eina fyrir bestu mynd og aðra fyrir bestu leikstjórn. Samkvæmt heimasíðu Sambíóanna kemur hún út hér á landi 28. janúar. The Tragedy of Macbeth. Leikstjóri: Joel Coen. Joel Coen er hér mættur án bróður síns Ethans og tæklar Macbeth, verk Williams Shakespeare. Það er Denzel Washington sem leikur titilhlutverkið og Frances McDormand leikur Lafði Macbeth. Myndin hefur þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið fantagóð viðbrögð frá gagnrýnendum. Það er Apple+ sem fjárfesti í réttinum á myndinni og mun streyma henni til áskrifenda sinna 14. janúar. Apple+ er ekki fáanlegt á Íslandi eftir löglegum leiðum, því er spurning hvenær og hvort íslenskir áhorfendur fái að njóta The Tragedy of Macbeth, sem verður að teljast ansi líkleg til afreka á Óskarnum. Imdb.com: 7,5. Metascore: 89. RT: 98%. The Lost Daughter. Leikstjóri: Maggie Gyllenhaal. The Lost Daughter er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Maggie Gyllenhaal, en hún var tilnefnd til Óskarsins árið 2010 fyrir hlutverk sitt í Crazy Heart. The Lost Daughter byggir á skáldsögu Elenu Ferrante, sem er dulnefni og veit því enginn hver raunverulegur höfundur bókarinnar er. Hér er um að ræða enn eina streymismyndina, því Netflix mun frumsýna hana á gamlársdag. Hún hefur þó farið á fjölda kvikmyndahátíða og fengið lofsamlega dóma. Í henni leikur Olivia Colman hlutverk konu sem ætlar að taka því rólega í strandarfríi þegar fortíðin bankar upp á. Imdb.com: 6,7. Metascore: 88. RT: 92%. C'mon C'mon. Leikstjóri: Mike Mills. Hér er á ferðinni fjórða kvikmynd Mike Mills, sem þekktastur er fyrir mynd sína 20th Century Women, en fyrir hana hlaut hann Óskarstilnefningu fyrir besta frumsamda handrit. Í myndinni leikur Joaquin Phoenix útvarpsmann sem ferðast þvert yfir Bandaríkin með ungum frænda sínum. Myndin hefur þegar verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum og hlotið lofsamlega dóma. Hún kemur út í Bandaríkjunum nk. föstudag, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Imdb.com: 7,9. Metascore: 82. RT: 91%. Stjörnubíó Óskarinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nú til dags eru tíu myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin ár hvert (voru áður fimm). Ýmsir miðlar sem fjalla um kvikmyndaiðnaðinn eru þegar farnir að spá um hvaða myndir eru líklegastar. Hér eru þær sem flestir miðlar telja sennilegar. Belfast. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Belfast fjallar um líf ungs drengs og fjölskyldu hans í Belfast seint á 7. áratugi síðustu aldar. Sá tími var mjög róstursamur vegna deilna við Breta um framtíð N-Írlands. Það er Kenneth Branagh sem skrifar og leikstýrir. Hann byggir söguna á atburðum úr eigin æsku. Belfast sigraði People's Choice-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto þetta árið, en þau eru oft ágætis fyrirboði um velgengni á Óskarshátíðinni. Myndin er þegar komin út í Bandaríkjunum, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Imdb.com: 7,8. Metascore: 82. RT: 88%. The Power of the Dog. Leikstjóri: Jane Campion. The Power of the Dog gerist í Montana árið 1925 og fjallar um bræðurna Phil og George. Þegar George kynnist Rose og giftist henni fer það illa í Phil. Jane Campion, sem leikstýrir og skrifar handritið, er helst þekkt fyrir hina frábæru The Piano frá árinu 1993. Engin mynda hennar sem komið hafa í kjölfarið hafa komist nálægt því að njóta jafn mikillar velgengni. Campion er nú, 28 árum síðar, aftur komin í umræðuna varðandi Óskarinn og verður að teljast ansi líkleg til afreka þetta skiptið. Myndin hefur fengið framúrskarandi viðtökur gagnrýnenda á helstu kvikmyndahátíðum heims og verður frumsýnd á Netflix 1. desember nk. Imdb: 6,7. Metascore: 90. RT: 92%. tick, tick...BOOM! Leikstjóri: Lin-Manuel Miranda. Kvikmyndin tick, tick...BOOM! er byggð á samnefndum söngleik eftir Jonathan Larson, höfund Rent, sem flutti hann sem einleik (Larson lést árið 1996). Söngleikurinn fjallar um Jon, sem er við það að fara að kynna söngleik sinn fyrir mögulegum framleiðendum. Samkvæmt föður Larsons munu efnistökin vera sjálfsævisöguleg. Það er leikstjórinn Lin-Manuel Miranda sem færir söngleikinn í kvikmyndabúning. Líkt og The Power of the Dog, er það Netflix sem, dreifir myndinni og ræsa streymið síðar í þessari viku, eða 19. nóvember. Imdb: 8,5. Metascore: 76. RT: 90%. King Richard. Leikstjóri: Reinaldo Marcus Green. King Richard fjallar um Williams-systurnar, Venus og Serenu, og hvernig faðir þeirra, Richard, keyrði þær áfram í að verða bestu tenniskonur heims. Það er Will Smith sem leikur Richard og þykir hann líklegur til að afreka á Óskarshátíðinni. Leikstjóri myndarinnar er Reinaldo Marcus Green, en þekktasta mynd hans hingað til er Monsters and Men frá árinu 2018. King Richard kemur í kvikmyndahús á Íslandi nk. föstudag. Imdb: 6,8. Metascore: 71. RT: 90%. Licorice Pizza. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson. Nýjasta mynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er ekki enn komin út og hefur ekki verið sýnd á neinum kvikmyndahátíðum. Því eru engir dómar komnir í hús, en þrátt fyrir það eru blaðamenn handvissir um að hún verði ein þeirra tíu sem hljóti tilnefningu. Það þarf ekki að koma á óvart, þar sem leikstjórinn er þekktur fyrir að hrúga inn tilnefningum. Hann hefur sjálfur verið tilnefndur átta sinnum og aðrir listamenn sem starfa við myndirnar hans enn oftar. Þessi nýjasta mynd hans gerist í Los Angeles árið 1973 og fjallar um tvo unglinga sem eru að upplifa sína fyrstu ást. Hún kemur út í Bandaríkjunum á jóladag, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Nighmare Alley. Leikstjóri: Guillermo del Toro Nýjasta kvikmynd Mexíkóans Guillermo del Toro hefur, líkt og Licorice Pizza, ekki enn komið fyrir augu almennings neinsstaðar. Blaðamenn eru þó einnig vissir í sinni sök varðandi velgengni og gæði Nightmare Alley og telja hana til alls líklega. Hún fjallar um starfsmann ferðatívolís sem hefur einstaka hæfileika til að spila með fólk. Hann kynnist svo sálfræðingi sem er jafnvel enn færari í því að spila með fólk. Del Toro kom sá og sigraði á Óskarshátíðinni 2018, með kvikmynd sinni The Shape of Water. Þá fór hann heim með tvær styttur, eina fyrir bestu mynd og aðra fyrir bestu leikstjórn. Samkvæmt heimasíðu Sambíóanna kemur hún út hér á landi 28. janúar. The Tragedy of Macbeth. Leikstjóri: Joel Coen. Joel Coen er hér mættur án bróður síns Ethans og tæklar Macbeth, verk Williams Shakespeare. Það er Denzel Washington sem leikur titilhlutverkið og Frances McDormand leikur Lafði Macbeth. Myndin hefur þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið fantagóð viðbrögð frá gagnrýnendum. Það er Apple+ sem fjárfesti í réttinum á myndinni og mun streyma henni til áskrifenda sinna 14. janúar. Apple+ er ekki fáanlegt á Íslandi eftir löglegum leiðum, því er spurning hvenær og hvort íslenskir áhorfendur fái að njóta The Tragedy of Macbeth, sem verður að teljast ansi líkleg til afreka á Óskarnum. Imdb.com: 7,5. Metascore: 89. RT: 98%. The Lost Daughter. Leikstjóri: Maggie Gyllenhaal. The Lost Daughter er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Maggie Gyllenhaal, en hún var tilnefnd til Óskarsins árið 2010 fyrir hlutverk sitt í Crazy Heart. The Lost Daughter byggir á skáldsögu Elenu Ferrante, sem er dulnefni og veit því enginn hver raunverulegur höfundur bókarinnar er. Hér er um að ræða enn eina streymismyndina, því Netflix mun frumsýna hana á gamlársdag. Hún hefur þó farið á fjölda kvikmyndahátíða og fengið lofsamlega dóma. Í henni leikur Olivia Colman hlutverk konu sem ætlar að taka því rólega í strandarfríi þegar fortíðin bankar upp á. Imdb.com: 6,7. Metascore: 88. RT: 92%. C'mon C'mon. Leikstjóri: Mike Mills. Hér er á ferðinni fjórða kvikmynd Mike Mills, sem þekktastur er fyrir mynd sína 20th Century Women, en fyrir hana hlaut hann Óskarstilnefningu fyrir besta frumsamda handrit. Í myndinni leikur Joaquin Phoenix útvarpsmann sem ferðast þvert yfir Bandaríkin með ungum frænda sínum. Myndin hefur þegar verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum og hlotið lofsamlega dóma. Hún kemur út í Bandaríkjunum nk. föstudag, en ekkert íslensku kvikmyndahúsanna hefur sett hana á dagskrá enn sem komið er. Imdb.com: 7,9. Metascore: 82. RT: 91%.
Stjörnubíó Óskarinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira