Var kominn fram fyrir De Gea í goggunarröðinni þegar allt fór fjandans til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. nóvember 2021 07:00 David De Gea, Eric Steele og Anders Lindegaard fagna Englandsmeistaratitli Manchester United vorið 2013. ohn Peters/Getty Images Danski markvörðurinn Anders Lindegaard opnaði sig nýverið varðandi meiðsli sem hann varð fyrir er hann var leikmaður Manchester United. Meiðsli sem leiddu til endaloka hans hjá félaginu og skyldu hann eftir á dimmum og drungalegum stað. Anders Rozenkrantz Lindegaard er í dag 37 ára gamall. Árið 2010 festi enska stórliðið Manchester United kaup á honum. Eftir að hafa verið undir smásjá Man United ákvað Sir Alex Ferguson að eyða 3.5 milljónum punda í danska markverðinum eftir að hann kom inn af bekknum í landsleik gegn Portúgal og varði eins og berserkur. Í viðtali við The Guardian fór Lindegaard yfir tíma sinn hjá Man United þar sem hann barðist við Spánverjann David De Gea um markmannsstöðuna. Lindegaard hafði stutt félagið frá unga aldri og var því að upplifa drauminn. Anders Lindegaard: I lay on the ground crying my world was falling apart .Interview by @JamieJackson___ https://t.co/O1WkGsfN21 #Mufc— Guardian sport (@guardian_sport) November 15, 2021 Tímabilið 2011/2012 var mikil óvissa um markmannsstöðuna hjá Man Utd þar sem De Gea hafði gert mistök og Lindegaard nýtti tækifæri sín vel. Snemma árs 2012 sagði Eric Steele, þáverandi markmannsþjálfari liðsins, við Lindegaard að Sir Alex væri ánægður með hann og Daninn myndi spila alla þá deildarleiki sem eftir væru. Síðar sama dag var Lindegaard að kýla bolta frá í fyrirgjafaæfingu en lenti illa og sneri ökklann illa. „Ég var meiddur það sem eftir lifði tímabils. Þegar ég hóf æfingar gat ég ekki stokkið upp af hægri fæti, sparkgeta mín var horfin. Ég var ekki nægilega þroskaður til að segja að ég væri meiddur og gæti ekki spilað. Samkeppnin var mikil og ég vissi að ég myndi fá tækifæri ef David myndi gera mistök, sem ég og gerði,“ segir Lindegaard í viðtalinu. Lindegaard í búningi Man United.Vísir/getty Í septembermánuði virtist hann vera orðinn aðalmarkvörður liðsins en frammistaðan var ekki nægilega góð og Sir Alex leitaði aftur til De Gea. Hann fékk aftur tækifæri í nóvember en var settur á bekkinn eftir 4-3 sigur á Reading. Hann sneri ekki aftur fyrr en í lokaleik tímabilsins, 5-5 jafntefli gegn West Bromwich Albion. Manchester United vann deildina þetta tímabilið og þó Lindegaard sé stoltur þá veit hann vel að Man United hefði unnið deildina án hans. Eftir þetta hætti Sir Alex með Man Utd og Lindegaard sat sem fastast á bekknum allt til ársins 2015 er hann fór til West Brom. Þaðan fór hann á láni til Preston North End og skipti svo alfarið ári síðar. Þaðan lá leiðin til Burnley og svo loks Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann spilar enn. Lindegaard segir að mikil óreiða hafi verið í einkalífi hans og hann hafi ekki getað einbeitt sér 100 prósent að fótboltanum. Meiðslin hrjáðu hann áfram sem og biturð yfir því sem gerðist. Hinn 37 ára gamli markvörður virðist hafa fundið innri frið í dag. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn en keyrir yfir til Svíþjóðar til að æfa og spila með Helsingborg sem leikur í sænsku B-deildinni. Ástríðan er enn til staðar og þó hann sé kominn yfir hin skelfilegu ökklameiðsli frá árinu 2012 þá veltir hann enn stundum fyrir sér hvað hefði getað orðið. Hver veit hvað hefði gerst ef Lindegaard hefði ekki snúið ökkla sinn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Anders Rozenkrantz Lindegaard er í dag 37 ára gamall. Árið 2010 festi enska stórliðið Manchester United kaup á honum. Eftir að hafa verið undir smásjá Man United ákvað Sir Alex Ferguson að eyða 3.5 milljónum punda í danska markverðinum eftir að hann kom inn af bekknum í landsleik gegn Portúgal og varði eins og berserkur. Í viðtali við The Guardian fór Lindegaard yfir tíma sinn hjá Man United þar sem hann barðist við Spánverjann David De Gea um markmannsstöðuna. Lindegaard hafði stutt félagið frá unga aldri og var því að upplifa drauminn. Anders Lindegaard: I lay on the ground crying my world was falling apart .Interview by @JamieJackson___ https://t.co/O1WkGsfN21 #Mufc— Guardian sport (@guardian_sport) November 15, 2021 Tímabilið 2011/2012 var mikil óvissa um markmannsstöðuna hjá Man Utd þar sem De Gea hafði gert mistök og Lindegaard nýtti tækifæri sín vel. Snemma árs 2012 sagði Eric Steele, þáverandi markmannsþjálfari liðsins, við Lindegaard að Sir Alex væri ánægður með hann og Daninn myndi spila alla þá deildarleiki sem eftir væru. Síðar sama dag var Lindegaard að kýla bolta frá í fyrirgjafaæfingu en lenti illa og sneri ökklann illa. „Ég var meiddur það sem eftir lifði tímabils. Þegar ég hóf æfingar gat ég ekki stokkið upp af hægri fæti, sparkgeta mín var horfin. Ég var ekki nægilega þroskaður til að segja að ég væri meiddur og gæti ekki spilað. Samkeppnin var mikil og ég vissi að ég myndi fá tækifæri ef David myndi gera mistök, sem ég og gerði,“ segir Lindegaard í viðtalinu. Lindegaard í búningi Man United.Vísir/getty Í septembermánuði virtist hann vera orðinn aðalmarkvörður liðsins en frammistaðan var ekki nægilega góð og Sir Alex leitaði aftur til De Gea. Hann fékk aftur tækifæri í nóvember en var settur á bekkinn eftir 4-3 sigur á Reading. Hann sneri ekki aftur fyrr en í lokaleik tímabilsins, 5-5 jafntefli gegn West Bromwich Albion. Manchester United vann deildina þetta tímabilið og þó Lindegaard sé stoltur þá veit hann vel að Man United hefði unnið deildina án hans. Eftir þetta hætti Sir Alex með Man Utd og Lindegaard sat sem fastast á bekknum allt til ársins 2015 er hann fór til West Brom. Þaðan fór hann á láni til Preston North End og skipti svo alfarið ári síðar. Þaðan lá leiðin til Burnley og svo loks Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann spilar enn. Lindegaard segir að mikil óreiða hafi verið í einkalífi hans og hann hafi ekki getað einbeitt sér 100 prósent að fótboltanum. Meiðslin hrjáðu hann áfram sem og biturð yfir því sem gerðist. Hinn 37 ára gamli markvörður virðist hafa fundið innri frið í dag. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn en keyrir yfir til Svíþjóðar til að æfa og spila með Helsingborg sem leikur í sænsku B-deildinni. Ástríðan er enn til staðar og þó hann sé kominn yfir hin skelfilegu ökklameiðsli frá árinu 2012 þá veltir hann enn stundum fyrir sér hvað hefði getað orðið. Hver veit hvað hefði gerst ef Lindegaard hefði ekki snúið ökkla sinn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira