Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 13:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“ Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“
Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58